Föstudagur 24. mars, 2023
-2.3 C
Reykjavik

Leitin að Gunnari heldur áfram – Lögreglan biður Eskfirðinga að skoða sitt nærumhverfi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Leitin að Gunnari Svan Björgvinssyni var haldið áfram í morgun, samkvæmt tilkynningu sem var að berast frá lögreglunni á Eskifirði.

Í yfirlýsingunni segir að eftirgrennslan og leit hafi staðið yfir að Gunnari Svan Björgvinssyni frá því síðastliðinn sunnudag. Vísbendinga um ferðir Gunnars hafi í upphafi veirð leitað og markmiðið meðal annars að þrengja hugsanlegt leitarsvæði. Leitarsvæðið miðað við fyrirliggjandi niðurstöðu er Eskifjörður og nágrenni, að sögn lögreglu.

Þá segir í tilkynningunni að í morgun hafi farið fram leit með þyrlu Landhelgisgæslu. Leitað var í Reyðarfirði og Eskifirði. Að sögn lögreglu voru leitarskilyrði góð þó leit bæri ekki árangur.

Í niðurlagi tilkynningar lögreglunnar segir orðrétt:

„Á mánudag meðan enn voru óljósar upplýsingar um ferðir Gunnars voru fjörur Eskifjarðar gengnar og leitað í bænum. Áfram verður haldið á þeirri braut; fjörur leitaðar, hlíðar ofan Eskifjarðar gengnar og leit framkvæmd í bænum einnig. Íbúar eru því beðnir um að láta sér ekki bregða sjáist björgunarsveitarfólk nærri heimilum þeirra á morgun og um helgina. Biðlað er og til þeirra að skoða sitt nærumhverfi, einkum skúra, geymslur og önnur rými sem að öllu jöfnu eru mannlaus.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -