Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Morð á nýársdag: Dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að stinga mann í bakið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það var á  sjötta tímanum að morgni nýársdags þegar maður var stunginn með hnífi í íbúð að Kleppsvegi 42 í Reykjavík og lést hann af völdum stungusára. Hinn látni hét Óskar Ámi Blomsterberg, 28 ára að aldri, til heimilis að Hátúni við Rauðavatn.
Áramótafögnuður hafði verið kvöldinu áður og Íslendingar hringt inn árið 1983. Óskar var ásamt fleira fólki gestkomandi í íbúðinni sem var á fjórðu hæð hússins að Kleppsvegi 42. Þar voru búsettar tvær ungar konur ásamt börnum sínum en þetta kvöld hafði önnur þeirra farið út á land þar sem hún dvaldi hjá ættingjum sínum.

Óskar kom í samkvæmið seint um nóttina eða um klukkan fjögur. Hitti hann þá manninn sem átti skömmu síðar eftir að verða honum að bana en hét hann Þórður Jóhann Eyþórsson og var þá 25 ára gamall. Skömmu eftir að Óskar gekk inn í samkvæmið upphófust deilur á milli þeirra en var enginn vinskapur þeirra á milli. Lauk rifrildi þeirra með því að Þórður Jóhann fór og náði í hníf og faldi hann innan klæða. Gekk hann að Óskari og réðst á hann í símakrók í íbúðinni og stakk hann 4 sinnum í bakið. Þá fundust 6 för eftir hnífsstungur í boröplötu á morðvettvangi og 4 á frakka hins látna.

Þórður, ásamt öðrum gestum, var handtekinn um morguninn en var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9.mars og gert að sæta rannsókn á geðheilbrigði og sakhæfi. Sex mánuðum síðar féll dómur í málinu. Fjallað var um málið í blöðunum en í Dagblaði Vísis þann 30. júní segir: ,,Þórður Jóhann Eyþórsson var í dag dæmdur til að sæta 13 ára fangelsisvist fyrir að hafa orðið Óskari Áma Blomsterberg að bana 1. janúar sl. Það var Birgir Þormar sakadómari sem kvað dóminn upp en af hálfu ókæruvaldsins sótti málið Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari. Verjandi var Sveinn Snorrason hrl.‘‘ Þórður var þar með dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir voðaverkið þennan nýársmorgun og játaði hann fyrir dómi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -