Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Morðið á Vesturgötu – Daníel fannst í rúminu með hendurnar bundnar fyrir aftan bak

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var eitt miðvikudagskvöld að maður nokkur bankaði á dyr í Vesturgötu 22 í Reykjavík. Spurði hann eftir einum íbúa hússins en sá var ekki við. Daníel Símonarson, sem bjó í einni íbúðinni í húsinu, bauð hinum ókunnuga manni inn og hófu þeir drykkju. Seinna um kvöldið fannst Daníel örendur í rúmi sínu, með hendur bundnar fyrir aftan bak.

Þann 4. september, 1974 var hinn 74 ára gamli Daníel Símonarson myrtur á heimili sínu á Vesturgötu 22 a í Reykjavík. Hendur Daníels höfðu verið bundnar og var bindi notað til að hindra öndunarveg hans. Lýsti gestur Daníels

Gestur Daníels var ekki lengi að viðurkenna gjörðir sínar og var hann settur í gæsluvarðhald.

Þjóðviljinn fjallaði um málið og birti vitnisburð hins handtekna:

Rannsóknarlögreglan tjáði Þjóðviljanum, að samkvæmt vitnisburði mannsins, sem I gæsluvarðhaldi situr, þá séu atvik málsins þessi: Fanginn kom að húsi Daníels og spurði þar eftir einhverjum manni. Sá maður var ekki staddur i húsinu, en Daniel bauð komumanni inn að ganga. Settust þeir að drykkju, og kveðst komumaður hafa verið alldrukkinn, sem og Daniel heitinn. Urðu þeir ósáttir og brátt flugust þeir harkalega á. Tók maðurinn til þess ráðs, að hann batt hendur Daníels með hálsbindi. Siðar um kvöldið komu hjón, sem búa i öðrum enda kjallara sama húss. Þau sáu að eitthvað var bogið við ástand Daníels og kölluðu á lögregluna. Réttarkrufning hefur farið fram, og benda bráðabirgðaniðurstöður ekki til, að dauða Daniels hafi borið að með óeðlilegum hætti, en frekari rannsóknir munu fara fram. 

Morgunblaðið sagði einnig frá málinu:

- Auglýsing -

„Í GÆR lágu fyrir bráðabirgðaniðurstöður á réttarkrufningu, sem framkvæmd var á gamla manninum, sem fannst látinn í kjallara húss við Vesturgötu í Reykjavík s.l. miðvikudagskvöld. Þær gefa ekki til kynna neina ákveðna dánarorsök. Rannsókn málsins verður haldið áfram, og á næstu dögum liggja væntanlega fyrir nánari niðurstöður krufningarinnar. 36 ára gamall maður hefur verið dæmdur í 30 daga gæzluvarðhald vegna þessa máls. Hann hefur áður komizt í kast við lögin. Eggert N. Bjarnason rannsóknarlögreglumaður hefur rannsókn málsins með höndum. Hann tjáði Mbl. í gær, að fyrrnefndur maður hefði komið í heimsókn til hins látna milli klukkan 21 og 22 á miðvikudagskvöldið. Þeir voru tveir einir í íbúð hins látna og voru báðir undir áhrifum áfengis. Gesturinn hefur viðurkennt, að til átaka hafi komið og hafi svo farið að lokum, að hann hafi bundið saman hendur gamla mannsins með hálsbindi. Að sögn gestsins var þá nokkuð af gamla manninum dregið. Gesturinn er einn til frásagnar um, hvað gerðist, en um klukkan 22:30 kom kona sem býr í öðrum enda kjallarans inn í íbúðina, og gerði hún lögreglunni viðvart. Gamli maðurinn, sem lézt, hét Daníel Símonarson, til heimilis að Vesturgötu 26a. Hann var 73 ára, fæddur 2. nóv. 1900.

Dánarorsök Daníels komu fram á Vísi:

Við réttarkrufningu hefur nú komið í ljós, að sennilega er um manndráp að ræða, þar eð orsök dauða mannsins er áverki á hálsi, sem olli blóðstreymi niður í lungu mannsins.

- Auglýsing -

Hvergi kom fram í fréttum um málið hvort hinn meinti morðingi hefði hlotið dóm fyrir morðið á Daníel og þá hversu langan dóm hann hlaut.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -