- Auglýsing -
Búið er að rýma öll hús sem átti að rýma á Seyðisfirði og rýming er langt komin í Neskaupsstað.
Ófremdarástand ríkir nú á Austurlandi vegna mikillar snjókomu en snjóflóð féll í Neskaupsstað í morgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er rýmingu nú lokið á Seyðisfirði og er hún langt komin í Neskaupsstað. Björgunarsveitarmenn hafa gengið hús úr húsi og munu hafa farið í öll hús fljótlega.
Þeir sem ekki hafa verið heimsóttir eru beðnir um að bíða átekta á heimilium sínum. Ófært er meira og minna um allar götur bæjarins.
Sjá einnig: Íbúar haldi sig hlémegin í húsum vegna snjóflóðahættu – Flóð féll á Neskaupsstað