Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Ómar með örfína pillu á gagnrýnendur landeldis: „Athyglisverðar fréttir í ljósi fyrri umræðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar Ragnarsson skemmtikraftur og fyrrum fréttamaður skrifar um uppbyggingu laxeldis á landi í nýrri færslu á bloggsíðu sinni.

Segir Ómar að í fjöldi ára hafi margir talið ómögulegt að koma landeldi á laxi upp með góðum árangri hér á landi.

„Árum saman var það viðkvæðið þegar unnendur hins villta íslenska lax töluðu fyrir því að hverfa frá sjóeldi til landeldis, að engir möguleikar væru á slíku.“

Sagði Ómar ennfremur að þeir sem töluðu fyrir landeldinu hafi mætt gagnrýni.

„Þeir sem töluðu þá fyrir landeldinu voru taldir berjast gegn atvinnuuppbyggingu og gegn landsbyggðinni.“

Að endingu bendir Ómar á nokkrar fréttir af landeldisstöðvum á mbl.is í dag og segir þetta athyglisverðar fréttir, sé fyrri umræða höfð í huga.

- Auglýsing -

„Í mbl.is í dag blasa við nokkrar fréttir af þessum málum, stækkuð landeldisstöð í Öxarfirði, – fyrirhuguð 40 þúsund tonna landeldisstöð á Reykjanesi – og það, að verið sé að „hreinsa Reyðarfjörð“ vegna veirusýkingar í sjóeldislaxi þar.

Athyglisverðar fréttir í ljósi fyrri umræðu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -