Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Páll Vilhjálmsson agnúast út í blaðamenn: „Blaðamenn eru ekki beittustu hnífarnir í skúffunni.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og stjörnubloggari en ekki brúðan, kallar blaðamenn heimska í nýjust bloggfærslu sinni.

Framhaldsskólakennarinn hefur með bloggi sínu oftar en ekki reitt fjölda fólks til reiði enda þykja skoðanir hans sem þar koma fram oftar en ekki vera í skjön við samborgara hans.

Í nýju færslunni fá íslenskir blaðamenn á baukinn en Páll segir þá heimska. Gagnrýnir kennarinn að blaðamenn kvarti yfir brotum lögreglu á rétti blaðamanna til gagnrýninnar umfjöllunar, því að samkvæmt Páli vilja blaðamenn banna gagnrýni á þeirra eigin störf.

„Blaðamenn harma að fá ekki tækifæri til að búa til reiðibylgju með dramatískum myndum af brottflutningi ólöglegra hælisleitenda. Heilagur réttur blaðamanna til gagnrýninnar umfjöllunar er brotinn, segir Sigríður Dögg formaður BÍ.

Samtímis vilja blaðamenn banna gagnrýni á þeirra eigin störf. Þeir stefna tilfallandi bloggara, kæra Pál skipstjóra og koma í veg fyrir að hann megi tjá sig.

Hér fer ekki saman hljóð og mynd.

- Auglýsing -

Blaðamenn haga sér eins og pólitískur upphlaupsflokkur en ekki fagstétt upplýsingamiðlara.

Blaðamenn og samtök þeirra geta ekki í einn stað fordæmt aðför að tjáningarfrelsi en í annan stað farið með offorsi gegn tjáningarfrelsi annarra. Ekki ef þeir vilja láta taka mark á sér.

Íslenskir blaðamenn eru ekki beittustu hnífarnir í skúffunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -