Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Pétur guðfræðingur: „Ég er 41 árs og er enn í uppgjöri vegna pabbaleysisins“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Pétur G. Markan ræðir um birtingarmyndir sorgar í litlum samfélögum í hlaðvarpsþættinum Með vitjanir á heilanum á RÚV, sem Anna María Björnsdóttir og Júlía Margrét Einarsdóttir á vefritstjórn tóku saman. Hlaðvarpsþátturinn fer inn á efnistök íslensku þáttaraðarinnar Vitjanir, sem hafa verið sýndir á RÚV síðustu misseri. Pétur sem er guðfræðingur og fyrrum bæjarstjóri í Súðavík missti föður sinn sautján ára gamall.

„Ég fæ meira að segja enn þá, 41 árs, svona blússandi öfundartilfinningu út í vini mína sem eru eitthvað að sýsla með pabba sínum,“ segir Pétur í samtali við Júlíu.

Ræðir stundum heillengi við föður sinn

„Ég missti pabba minn þegar ég var sautján ára. Og því fylgja alls konar tilfinningar og uppgjöf í lífinu. Ég er 41 árs og er enn í uppgjöri vegna pabbaleysisins. Ég fæ meira að segja enn þá, 41 árs, svona blússandi öfundartilfinningu út í vini mína sem eru eitthvað að sýsla með pabba sínum, enn þann dag í dag.“

Pétur tala um í þættinum að hann upplifi öfundartilfinningin sem birst á þann veg að hann geti orðið leiðinlegur við vini sína, vegna þess að þeir fá að stússast með feðrum sínum en hann ekki. „Þessar tilfinningar fara líka alveg út í það að ég á heilu og hálfu samtölin við pabba minn, bara á venjulegum degi. Og þegar maður er að brjóta heilann um flókin mál eða er í flókinni stöðu,“ þá segist hann ræða heillengi við föður sinn.

Tráma lifir í samfélaginu 

„Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla það skugga en svo sannarlega lifir eftir trámi í samfélaginu,“ segir Pétur, þegar hann ræðir um snjóflóðið á Súðavík. Pétur og hans fjölskylda bjuggu í sjö ár í Súðavík á árunum 2014-2019 og voru algjörlega innvígð í samfélagið og hluti af menningu þess. Snjóflóðið var en tveimur áratugum fyrr, þann 16. janúar 1995 þar sem fjórtán manns létust, þar af átta börn.

„Í Súðavík var tekin ákvörðun tiltölulega fljótt að byggja upp að nýju, það fluttu ekki margir í burtu heldur var þetta samfélag sem var ótrúlega samhent og vinnufúst.“ Samfélagið hafi sett undir sig hausinn og þykir Pétri það ótrúlegt fyrirbæri og aðdáunarvert. Hálfu ári síðar hafi annað flóð fallið í nágrannasamfélaginu Flateyri og segir Pétur það mjög merkilegt að sjá hvernig þessi tvö samfélög hafi unnið ólíkt úr þessum skelfilegu atburðum.

- Auglýsing -

„Það kann að vera að það hafi að einhverju leyti lokast inni þessi harmur. Og þessi útrás sem þú þarft að fá og veita í gegnum áfallameðferð og annað, hafi kannski ekki komið og komið of seint.“

Stundum finnst mér ég geta þreifað eftir útlínum hans

Þegar fólk leiti ráða hjá Pétri og spurji hvort hann trúi því að framliðnir ástvinir séu enn á meðal vor, segist hann vísa í eigin reynslu. „Er hann þarna eða ekki? Jú,“ segir Pétur. „Svo augljóslega að stundum finnst mér að ég geti þreifað eftir útlínum hans. Ég myndi vísa í eigin reynslu hvað þetta varðar, ég held að það sé einfaldast.“

HÉR er hægt að hlusta og lesa viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -