Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ríkisstjórnin sefur af sér gistináttaskattinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kjölfar kórónuveirufaraldursins tók ríkisstjórnin ákvörðun að leggja tímabundið niður gistináttaskattinn til ársins 2024. Var ákvörðunin tekin þegar mikil óvissa og samdráttur ríkti í ferðaþjónustunni. Nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands sýna mikla aukningu ferðamanna á milli ára og þá sýna tölurnar að 103 prósent aukning er í hópi erlendra ferðamanna. Gistináttaskattur er 300 krónur fyrir hverja selda gistináttaeiningu.

Mynd/hagstofan.is

Almennt um gistináttaskatt
Gistináttaskatturinn var tekinn upp árið 2012 og er lagður á hverja selda gistináttaeiningu. Einingin er skilgreind sem leiga á gistiaðstöðu í allt að einn sólarhring. Gistináttaskattur er 300 kr. fyrir hverja selda gistináttaeiningu.

 

Niðurfellingin

Tímabundin niðurfelling skattsins var ákveðin í einum af fyrstu aðgerða­pökk­unum ríkisstjórnarinnar til þess að mæta efna­hags­legum áhrifum veirunn­ar. Skatt­ur­inn átti hins vegar að óbreyttu að taka gildi á ný þann 1. jan­úar 2022. Einnig stóð til að útfæra gistináttagjaldið upp á nýtt á kjörtímabilinu og láta sveitarfélög njóta góðs af því sem mörg eru að farin að sligast vegna verðbólgunnar.

„Fram­leng­ing á tíma­bund­inni nið­ur­fell­ingu gistin­átta­skatts mun skipta fyr­ir­tæki í hót­el- og gisti­þjón­ustu í land­inu veru­legu máli,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra í kjölfar breytingarinnar, árið 2021.

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -