Í kjölfar kórónuveirufaraldursins tók ríkisstjórnin ákvörðun að leggja tímabundið niður gistináttaskattinn til ársins 2024. Var ákvörðunin tekin þegar mikil óvissa og samdráttur ríkti í ferðaþjónustunni. Nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands sýna mikla aukningu ferðamanna á milli ára og þá sýna tölurnar að 103 prósent aukning er í hópi erlendra ferðamanna. Gistináttaskattur er 300 krónur fyrir hverja selda gistináttaeiningu.

Almennt um gistináttaskatt
Gistináttaskatturinn var tekinn upp árið 2012 og er lagður á hverja selda gistináttaeiningu. Einingin er skilgreind sem leiga á gistiaðstöðu í allt að einn sólarhring. Gistináttaskattur er 300 kr. fyrir hverja selda gistináttaeiningu.
Niðurfellingin
Tímabundin niðurfelling skattsins var ákveðin í einum af fyrstu aðgerðapökkunum ríkisstjórnarinnar til þess að mæta efnahagslegum áhrifum veirunnar. Skatturinn átti hins vegar að óbreyttu að taka gildi á ný þann 1. janúar 2022. Einnig stóð til að útfæra gistináttagjaldið upp á nýtt á kjörtímabilinu og láta sveitarfélög njóta góðs af því sem mörg eru að farin að sligast vegna verðbólgunnar.
„Framlenging á tímabundinni niðurfellingu gistináttaskatts mun skipta fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu í landinu verulegu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í kjölfar breytingarinnar, árið 2021.