Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Ritstjóri Heimildarinnar segir ráðamenn líta á fjölmiðla sem óvini: „Skipta fjölmiðlar máli?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóra Heimildarinnar tjáði áhyggjur sínar á stöðu einkarekinna íslenskra fjölmiðla eftir niðurlagningu Fréttablaðsins og Hringbrautar.

„Þetta er afleiðing af pólitískri stefnumörkun sem felur í sér að gera nánast ekkert til að bregðast við stöðu sem hefur blasað við árum saman. Það blasir við að ráðamenn lita ekki á frjálsa og fjölbreytt fjölmiðla sem mikilvæga lýðræðisstoð heldur sem óvini, óþægindi,“ skrifaði Þórður á Twitter síðu sinni. „Samhliða hinni kerfisbundnu veikingu fjölmiðla hverfisins hefur valdafólk eflt verulega alla aðra upplýsingamiðlun. Skattfé hefur verið dælt í upplýsingafulltrúa, aðstoðarmenn og starfsmenn flokka sem hafa það hlutverk að láta yfirmenn sína líta vel út. Hagsmunagæslusamtök hafa gengið á lagið og nýtt sér þessa vegferð stjórnmálamanna og hert tök sín á narratívi þjóðmálaumræðu. Afleiðingin er að stjórnmálaflokkar, ráðamenn, lobbýistar miðla miklu magni upplýsinga í búningi „frétta”.

Ef sterkir frjáls­ir, fjöl­breyttir og sjálf­­stæðir fjöl­mið­l­­ar, í ólíku eign­­ar­haldi með sterkar og fyr­ir­­sjá­an­­legar rekstr­­ar­­for­­send­­ur, eru ekki til staðar þá fá slíkir aðilar það hlut­verk end­an­­lega. Við erum að nálgast þann stað hratt.

Ég hef árum saman bent á að stjórn­mála­menn þurfi að spyrja sig: Skipta fjöl­miðlar máli? Ef svarið er já þá þurfa þeirra að gera eitt­hvað stór­tækt, hratt. Hingað til hefur svar­ið, miðað við verk þeirra þvert á flokka, hins vegar því miður verið nei.“

Hátt í hundrað starfsmönnum Torgs var sagt upp í gærmorgun eftir ákvörðun fyrirtækisins að hætta rekstri miðlanna tveggja. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins segir einokun Ríkisútvarpsins hafa verulega slæm áhrif á einkarekna fjölmiðla. „Það hefur aldrei verið gert ráð fyrir því að einkareknir fjölmiðlar væru reknir við hliðina á Ríkisútvarpinu. Það hefur allt forskotið og það er þverpólitísk sátt um að hafa þetta svona og meðan svo verður munu einkareknir fjölmiðlar leggja upp laupana í ríkari mæli,“ sagði Sigmundur Ernir í samtali við Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -