Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Rúta full af ferðamönnum brann við Þingvelli: „All­ir komust út af sjálfs­dáðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópferðabíll fyrirtækisins Viking Bus ehf. lýsti upp veginn þegar eldur hafði kviknað í honum klukkan 11:07 í dag, austan við Þingvallavatn. Rútan var full af farþegum þegar eldsvoðinn átti sér stað.

Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir hádegi í dag og segir Pétur Pétursson, slökkvuliðsstjóri í samtali við Mbl.is, rútuna líklega hafa verið á ferð er kviknaði í, þar sem rútan sat á miðjum veginum. Pétur segir erfitt að vita til um eldsupptökin.

Sendu Brunavarnirnar frá sér tvo slökkvuliðsbíla og einn tankbíl að sögn Péturs. Þá var send önnur rúta til að flytja farþegana áfram.

„Við vit­um ekki til þess að það hafi orðið slys á fólki og all­ir komust út úr rút­unni af sjálfs­dáðum,“ sagði Pétur ennfremur.

Eldurinn barst í gróður í kring um rútuna en vel tókst að ráða niðurlögum eldsins.

Ekki náðist í Viking Bus ehf. við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -