Fimmtudagur 5. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sauðfjárbóndi lýsir erfiðleikum: „Ódýrara fyrir ríkisstjórnina að koma mér fyrir á stofnun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðný Harðardóttir sauðfjárbóndi er mjög ósátt við fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá Matvælaeftirlitsins.

Matvælaeftirlitið ákvað á dögunum að hækka gjaldskrá sína og auka eftirlitskostnað úr 270 krónum á grip í 2.200 krónur. Þessari ákvörðun hefur verið harðlega af Bændasamtökunum og Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og beðið Mast um að hætta við hækkunina.

Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi á Gilsárstekk i Breiðdal, skrifaði færslu á Facebook þar sem hún segir frá erfiðri stöðu sauðfjárbænda. „Líklegast fer það að verða ríkisstjórninni ódýrara að koma mér bara fyrir á stofnun og flytja inn allt kjöt.“ Segir hún að riðutilfelli hjá vinkonu hennar rétt fyrir sauðburð í vor hafi haft mikil áhrif á hana. „Og svo þetta útspil MAST núna.“ Guðný segist þó ekki geta hugsað sér annað en að vera sauðfjárbóndi. „Sauðkindin auðgar mitt líf, er áhugamál mitt, líkamsræktin mín og jarðtengingin mín.“

Guðný gaf Mannlíf góðfúslegt leyfi til að birta færsluna en hana má lesa hér að neðan:

„Ég heiti Guðný og ég er sauðfjárbóndi.

…..
Líklegast fer það að verða ríkisstjórninni ódýrara að koma mér bara fyrir á stofnun og flytja inn allt kjöt. Ég enda hvort eð er þar með öllum þeim áföllum sem dynja a okkur!
Riðutilfelli i vor hja vinkonu korter i sauðburð hafði mikil áhrif á mig. Streita vegna þess að reyna við heimavinnslu leiddi mig í kulnun nokkrum árum áður og svo þetta útspil MAST núna…..kallinn Ellert í 150%vinnu og ég gríp það sem gefst.
ENN ÉG GET EKKI HUGSAÐ MÉR ANNAÐ ENN AÐ VERA SAUÐFJÁRBÓNDI. Sauðkindin auðgar mitt líf, er áhugamál mitt, líkamsræktin mín og jarðtengingin mín. Er enn á því að hafa verið heppin að geta sinnt þessu.
Enn til hvers?
Fyrir hvern? Annann enn mig og sálartetrið mitt?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -