Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Segir af sér: „Gildi mín og Fimleikasambandsins samræmdumst ekki gildum landsliðsþjálfarans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Arason sagði af sér sem formaður Fimleikasambands Íslands í gær; en það gerði Kristinn vegna ákvörðunar stjórnar Fimleikasambandsins um að gera nýjan samning við landsliðsþjálfara, sem er grunaður um að hafa keyrt undir áhrifum áfengis eftir samkvæmi í sumar sem leið:

„Það getur verið erfitt að vera foreldri og verið í forsvari fyrir íþróttahreyfingu þar sem að börnin manns eru iðkendur. Í sumar kom upp mál hjá landsþjálfara sem er nú í fréttum. Ég ákvað ásamt öðrum í stjórn að vísa því máli til siðanefndar Fimleikasambandsins þar sem ég var málinu of tengdur því hann var landsliðþjálfari dóttur minnar.“

Kristinn segir að „siðanefnd skilaði þeirri niðurstöðu að málið væri fyrir utan lögsögu Fimleiksambandsins. Í framhaldinu var fundað með landsliðsþjálfaranum. Við þá niðurstöðu undi ég, enda voru það verkferlar sem ég, ásamt öðrum, höfðum komið á til að taka á málum sem geta komið upp. Þegar ég frétti að það ætti að framlengja samninginn við landsliðsþjálfarann þá gat ég ekki við það unað þar sem ég taldi að gildi mín og Fimleikasambandsins samræmdumst ekki gildum landsliðsþjálfarans.“

Hann vill að endingu „þakka öllum þeim sem ég hef unnið með í fimleikahreyfingunni í gegnum árin fyrir samstarfið sem hefur gefið mér mjög mikið. Mér finnst leiðinlegt að skilja svona við þar sem það setur skugga á þann mikla árangur sem okkar stórkostlega íþróttafólk hefur náð undanfarið og vil ég óska þeim áframhaldandi velgengni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -