Sunnudagur 28. apríl, 2024
4.8 C
Reykjavik

Segir flóttamannabúðir í raun fangabúðir: „Þegar er fjöldi slíkra búða starfræktur á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á dögunum að honum hugnaðist færanlegar flóttamannabúðir hér á landi og sagði að slík hugmynd hefði verið kynnt í ríkisstjórninni. Eva Hauksdóttir lögmaður segir að slíkar búðir séu nú þegar til hér á landi.

Lögmaðurinn og baráttukonan Eva Hauksdóttir skrifaði á dögunum færslu á Facebook og deildi með henni frétt RÚV af hugmyndum um flóttamannabúðir sem Bjarna Benediktssonar hugnast vel. Sagði hún að fjöldi slíkra búða séu starfræktar á Íslandi nú þegar. Sagði hún að slíkar búðir séu í raun fangabúðir og spyr hvers vegna þetta sé ekki kallað sínu rétta nafni. Færslan er hér að neðan:

„Flóttamannabúðir eru staðir þar sem flóttafólk hefst við um óákveðinn tíma. Þegar er fjöldi slíkra búða starfræktur á Íslandi. Lokaðir staðir, þar sem flóttafólki er haldið gegn vilja sínum, ekki af því að það hafi gert neitt af sér heldur af því að stjórnvöld vonast til að losna við það, eru ekki flóttamannabúðir heldur fangabúðir. Nú er augljóst að þeir sem vilja svipta flóttafólk frelsi sínu sjá ekkert athugavert við það en hversvegna nota þeir þá ekki rétt orð?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -