Fimmtudagur 25. maí, 2023
7.8 C
Reykjavik

Segir pólitíska spillingu aldrei rannsakaða á Íslandi: „Þetta eru bara örfá dæmi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Atli Þór Fanndal fer mikinn í færslu á Facebook þar sem hann ber saman pólitíska spillingu á Íslandi og erlendis.

Atli Þór Fanndal

Færsluna skrifar Atli Þór, sem er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, við frétt BBC um handtöku eiginmanns Nicolu Sturgeon vegna gruns um fjármálamisferli í starfi fyrir Skoska Þjóðarflokkinn. Mannlíf fjallaði um málið fyrir páska. Atli Þór telur upp nokkur vel valin dæmi um pólitíska spillingu hér á landi sem hann segir að hafi það sameiginlegt að hafa ekki verið rannsökuð. Bendir hann á að í Skotlandi hafi húsleit verið gerð hjá ráðherra og í Bandaríkjunum sé fyrrverandi forseti til rannsóknar. Færsluna má lesa hér í heild:

„Á Íslandi vitum við að þingmaður viðurkenndi í beinni að hafa sent tilhæfulausa reikninga fyrir akstur til þingsins og lofaði að endurgreiða ranga reikninga, ráðherra seldi vini sínum húsið sitt og leigði aftur á meðan hann skellti félaganum í opinbera sendinefnd, sveitarstjórnarfulltrúi fékk 325 milljónir eigna frá útgerðarfyrirtæki sem greiðir stjórnmálamönnum gjarnan fyrir þjónustu og auðvitað borgaði hann aldrei fyrir, þingpjakkar skemmtu sér vel á Klaustri og einn hrósaði sér fyrir að hafa tryggt sér góða stöðu erlendis í skiptum fyrir að skipa fyrrverandi forsætisráðherra – þann eina sem dæmdur hefur verið fyrir Landsdóm, þrír ráðherrar finnast í Panamaskjölum og einn þeirra tefur fyrir, talar gegn og reynir að koma í veg fyrir að skattrannsóknarstjóri kaupi gögnin svo hægt sé að rannsaka. Þetta eru bara örfá dæmi og öll eiga þessi mál sameiginleg að pólitísk spilling er aldrei rannsökuð á Íslandi. Í Skotlandi var gerð húsleit hjá ráðherra og í BNA er fyrrverandi forseti til rannsóknar. Hér hefur siðanefnd ávítt manneskju sem sagði frá bílarukkaranum og stuttist við opinber gögn og ummæli þingmannsins. Samt eigum við alltaf að hlusta á einhverja þvælu um að samfélagsmiðlar séu stóra vandamálið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -