Föstudagur 25. nóvember, 2022
6.1 C
Reykjavik

Segir ríkið og Seðlabankann stunda opinbera glæpastarfsemi: „Þetta eru lánin sem ekki má afnema“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrrverandi formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, núverandi þingmaður Flokks fólksins, segir í grein sinni sem leit dagsins ljós í Morgunblaðinu, að „Þetta er ekkert annað en opinber glæpastarfsemi.“

Í greininni ber Ásthildur saman annars vegar 25 ára 40 milljóna króna verðtryggt og samkonar lán, óverðtryggt.

Hún bendir á að aðgerðir Seðlabanka og ríkisstjórnar nú að ýta alltof mörgum út í verðtryggð; lán sem mega vera til 25 ára:

„Greiðslubyrði óverðtryggðs láns á 7% vöxtum til 25 ára er 283.000 á mánuði og sú upphæð á að haldast óbreytt út lánstímann, þó vaxtabreytingar geti vissulega haft áhrif, bæði til hækkunar og lækkunar. Verðtryggða lánið er hins vegar á 2,3% vöxtum og fyrsta greiðslan af því er 177.000 krónur og það er þessi munur sem freistar margra, en eftir aðeins fimm ár er afborgun verðtryggða lánsins búin að ná afborgunum af því óverðtryggða og þá byrjar ballið fyrir alvöru.“

Ásthildur bendir á að eftir áratug ár sé afborgun verðtryggða lánsins komin í 450.000 krónur og eftirstöðvar þess hafa hækkað um 28,6 milljónir; á sama tíma og eftirstöðvar óverðtryggða lánsins hafa lækkað um níu milljónir.

Bætir við:

- Auglýsing -

„Eftir 15 ár er afborgun verðtryggða lánsins komin upp í 723.000 krónur. Til að standast greiðslumat fyrir svo háum afborgunum þarf fólk að hafa tvær milljónir á mánuði í laun. Þessi lán eiga að vera fyrir þau sem ekki standast greiðslumat fyrir óverðtryggðu láni og það er ólíklegt að lægstu laun eða örorkubætur verði 2 milljónir að 15 árum liðnum þegar afborgun óverðtryggða lánsins er enn þá 283.000.

Á þessum 15 árum er höfuðstóll verðtryggða lánsins kominn upp í 77,4 milljónir á meðan höfuðstóll óverðtryggða lánsins hefur lækkað um milljón á ári í 25 milljónir. Munurinn er þrefaldur.“

Bendir á að eftir 20 ár hafi óverðtryggða lánið lækkað enn; komið í 14,3 milljónir þegar verðtryggða lánið stendur í 65,6 milljónum króna:

- Auglýsing -

„Þegar þarna er komið eru einungis fimm ár eftir af lánstímanum þannig að lántakandinn þarf að greiða niður 65 milljón króna höfuðstól á aðeins fimm árum, enda hækka afborganir upp frá því sífellt þannig að síðustu þrjú ár lánstímans fara mánaðarlegar afborganir frá 1,5 milljónum upp í í 1,9 milljónir í síðustu afborgun.

Síðasta afborgun óverðtryggða lánsins er aftur á móti 283.000 eins og allar hinar 299.“

Ásthildur segir að þegar allt kemur til alls að óverðtryggði lántakandinn hafi borgað um 85 milljónir króna; sá með verðtryggða lánið borgar hins vegar 215 milljónir króna:

„Þetta eru lánin sem þeim, sem „ekki standast greiðslumat“ fyrir óverðtryggðum lánum, er boðið upp á. Þetta eru lánin sem ekki má afnema þrátt fyrir harða baráttu Flokks fólksins, Hagsmunasamtaka heimilanna og fremstu verkalýðsforingja landsins. Þetta eru lánin sem allar ríkisstjórnir undanfarinn áratug hafa varið með kjafti og klóm. Þetta er ekkert annað en opinber glæpastarfsemi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -