Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Spáir stjórnarslitum 1. september: „Fyrir neðan allar hellur og til háborinnar skammar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Björn Birgisson segir stjórnsýslu Svandísar Svavarsdóttur „algjörlega fyrir neðan allar hellur“ í nýrri Facebook færslu.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson sparar ekki stóru orðin í nýrri færslu á Facebook. Þar talar hann um þá ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september sem hann segir „Óvænt útspil og alvarlegt brot á reglum og venjum góðrar stjórnsýslu“. Þá segir hann að ákvörðun Svandísar séu til „háborinnar skammar“ enda sé Kristján Loftsson hjá Hval hf. að undirbúa „risastóra skaðabótakröfu á ríkissjóð“.  Að lokum segir Björn að 1. september séu handan við hornið og að það séu stjórnarslitin einnig.

Færsluna má sjá hér í heild sinni:

„Hvalveiðar í uppnámi.

**********
Þann 20. júní í sumar gaf ráðherra sjávarútvegsmála út reglugerð og bannaði hvalveiðar til 1. september, en þeim veiðum lýkur yfirleitt í kring um 20. september ár hvert.
Óvænt útspil og alvarlegt brot á reglum og venjum góðrar stjórnsýslu.
En Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, er miklu slyngari en ráðherrann umdeildi.
Hann heldur öllum starfsmönnum sínum á dagvinnulaunum þrátt fyrir hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem skall á fyrirvaralaust.
Engum hefur verið sagt upp og áform Hvals eru að sögn að hefja veiðarnar 1. september að óbreyttu, en fáum dettur í hug að hvalir verði veiddir þetta árið.
Um er að ræða á annað hundrað starfsmenn sem hafa drepið tímann undanfarnar vikur á meðan þess er beðið að veiðarnar verði aftur leyfðar.
Um 65 eru í Hvalfirði.
Um 20 eru í vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði.
Í áhöfnum skipanna eru 25-35 manns.
Þetta fólk bíður þess sem verða vill – á sínum dagvinnulaunum.
Svandís Svavarsdóttir hefur gefið til kynna að bannið verði framlengt, en ekkert liggur formlega fyrir í þeim efnum.
Gríðarleg ólga er innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins og eitthvað kvakar Framsókn líka og hótanir um stjórnarslit liggja í loftinu verði bannið ekki afturkallað.
Hvað er líklegt vaki fyrir Kristjáni Loftssyni með því að halda fólkinu sínu á launum eins og staðan er í dag og lítil sem engin von um vertíð þetta árið?
Hann er að undirbyggja risastóra skaðabótakröfu á ríkissjóð.
Hann ætlar sér örugglega að láta ríkissjóð greiða hverja einustu krónu sem tapast vegna hvalveiðibanns Svandísar Svavarsdóttur.
Launin hér heima, áætlaða afurðasölu erlendis og áætlaðan hagnað sem tapast vegna bannsins.
Eins og staðið hefur verið að þessu máli er nánast formsatriði fyrir dómstóla að dæma Hval og Kristjáni Loftssyni í hag og það kemur því ekkert við hvort dómarar og þjóðin eru á móti eða með hvalveiðum.
Stjórnsýsla Svandísar Svavarsdóttur er algjörlega fyrir neðan allar hellur og til háborinnar skammar.
Fyrsti september er rétt handan við hornið.
Það eru stjórnarslitin líka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -