Miðvikudagur 18. september, 2024
11.1 C
Reykjavik

„Stundum finnst manni eins og allir í kringum mann séu fullkomnir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Stundum finnst manni eins og allir í kringum mann séu fullkomnir, að minnsta kosti ef marka má samfélagsmiðla,“ skrifar forsætisráðherra við mynd af sér og Björgvini Páli Gústavssyni.

 

Bók handboltakappans Björgvins Páls Gústavssonar, Án filters, kemur út á morgun. Í bókinni segir hann meðal annars frá uppvexti sínum við erfiðar aðstæður og andlegum veikindum sem hann reyndi að bæla niður þar til hann tók ákvörðun um að tala opinskátt um stöðuna og bataferlið sem stendur enn yfir.

Björgvin heimsótti Katrínu Jakobsdóttur í forsætisráðuneytið í dag með bókina. Katrín er ánægð með boðskap bókarinnar og birtir færslu á Twitter.

„Stundum finnst manni eins og allir í kringum mann séu fullkomnir, að minnsta kosti ef marka má samfélagsmiðla. En við erum ekki glansmyndir. Við erum heilar manneskjur og þannig erum við best. Við þurfum að geta talað um veikleika okkar því þannig erum við sterkust,“ skrifar Katrín við mynd af sér og Björgvini með myllumerkinu #ánfilters.

Færslu Katrínar má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -