Laugardagur 20. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Svarar Gísla Marteini fullum hálsi: „Skoðanir um þungunarrof hafa ekkert með fasisma að gera“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Brynjar Níelsson, aðstoðamaður dómsmálaráðherra skýtur föstum skotum á Gísla Martein í nýrri Facebook-færslu.

Brynjar hefur staðið í ströngu á samfélagsmiðlum þessa dagana þar sem skotin hafa flogið hingað og þangað og virðist enginn óhultur. Færsla sem Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður skrifaði fór fyrir brjóstið á Brynjari sem svaraði í löngu máli á Facebook. Færsla Gísla er eftirfarandi:

„Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sem greiddi atkvæði gegn þungunarrofi kvenna, vildi vísa 300 manns úr landi í sumar, vill nýja innflytjendalöggjöf og valdefla lögregluna sakar @AndriMagnason um fasisma þegar Andri spyr hvort blaðafólk á Mbl sé sátt við afneitun í loftslagsmálum.“

Brynjar uppnefnir Gísla Martein ítrekað í færslu inni en þar kallar hann Gísla ýmist sjónvarpsmanninn síkáta, léttlynda eða glaðlynda.

„Sjónvarpsmaðurinn síkáti sendi mér pillu á miðli frjálslynda og víðsýna fólksins, sem einkum berst fyrir þöggun og útilokun þeirra sem eru ósammála þeim. Svona getur tilveran verið mótsagnakennd.

Glaðlynda sjónvarpsmanninum finnst skrítið að ég hafi ýjað að fasískri hegðun rithöfundar úti í bæ, sem vildi að starfsmenn Moggans beittu þöggunar – og útilokunaraðgerðum vegna viðhorfs ritstórans í loftslagsmálum, þar sem ég hafi greitt atkvæði gegn síðasta þungunarrofsfrumvarpi, vildi vísa 300 manns af landinu og nýja innflytjenda löggjöf og vildi þar að auki valdefla lögregluna,“ byrjar Brynjar á að skrifa í færslunni og heldur svo áfram.

- Auglýsing -

„Léttlyndi sjónvarpsmaðurinn áttar sig ekki á því frekar en rithöfundurinn úti í bæ að fasismi er fyrst og fremst hegðun en ekki það að einhver er ósammála manni. Skoðanir um þungunarrof hafa ekkert með fasisma að gera. Það er ekki fasísk skoðun að þegar fóstur er orðið að barni í móðurkviði hafi það einhvern rétt. Að vísa fólki úr landi sem hefur lögum samkvæmt ekki heimild til að vera er ekki fasismi eða breytingar á lögum um útlendinga í samræmi við lög í evrópulöndum. Að veita lögreglu svipaðar heimildir og í öðrum löndum til að framfylgja lögum og koma í veg fyrir skipulagða glæpastarfsemi er ekki fasismi.“

Næst lýsir Brynjar áhyggjum sínum yfir fasískri hegðun í samfélaginu.

„Vissulega er fasismi ekki bara hegðun og hugarfar. Til er fasísk hugmyndafræði sem tekur úr sambandi réttindi borgaranna gagnvart yfirvöldum. Við erum hins vegar með stjórnarskrá sem verndar þau réttindi. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur að því og áhyggjur mínar beinast að fasískri hegðun margra í frjálsa samfélaginu, einkum þeirra sem reyna að selja sig sem frjálslynda og víðsýna. Þar eru mest áberandi elítuliðið úr fjölmiðlum og lista-og menningargeiranum sem finnst það sjálfsögð réttindi þeirra að skattgreiðendur tryggi afkomu þeirra. Gott ef það eru ekki mannréttindi.“

- Auglýsing -

Því næst líkir Brynjar saman þeim Gísla og Sveini Andra sem hann hefur einnig átt í deilum við á Facebook nýverið.

„Ofurhressi sjónvarpsmaðurinn er ekki ólíkur stjörnulögmanninum eina sanna. Voru báðir virkir í Sjálfstæðisflokknum en þegar þeim var hafnað í prófkjöri brast út einhver heift sem bara magnast með árunum. Þeir urðu allt í einu svo gáfaðir og réttsýnir. Um það er hins vegar talsverður ágreiningur. Það er ljóst að við sjónvarpsmaðurinn hressi eigum bara eitt sameiginlegt en það er við erum alltaf jafn unglegir í útliti. Það sama verður ekki sagt um stjörnulögmanninn.“

Lokaorð Brynjars eru full af kaldhæðni eins og reyndar færslan öll.

„Það er mikið frelsi að geta fjasað ábyrgðarlaust í góða veðrinu í Miðjarðarhafi á launum frá skattgreiðendum meðan vinnulúnir rithöfundar og sjónvarpsmenn híma heima í kuldanum með kvíða yfir því að þeir muni stikna úr hita innan fárra ára.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -