Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sveitarstjóri býr í gamalli íbúð eina vikuna og er í fjarvinnu hina – 1,55 milljónir í laun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveitarstjórinn í Tálknafirði, Ólafur Þór Ólafsson, fær að stunda fjarvinnu frá Sandgerði aðra hverja viku, þvert á ákvæði í ráðningarsamningi hans. BB.is fjallaði um málið.

Lilja Magnúsdóttir, oddviti segir í svari sínu við Bæjarins Bestu að: „Þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar sveitarstjóra í Tálknafirði annan hvern föstudag, hefur hann heimild til að sinna vinnu sinni á Suðurnesjum þá daga en er í bæði tölvu- og símasambandi. Oftar en ekki nýtast þessir dagar líka til að sinna fundarsetu á höfuðborgarsvæðinu þannig að tími hans er nýttur til fulls þó hann sé staðsettur á suðvesturhorninu. Ólafur er því í vinnu þá daga sem hann er staddur á suðvesturhorninu og því á spurningin um laun ekki við. Hann greiðir þennan ferðakostnað úr eigin vasa en annars greiðir sveitarfélagið þann ferðakostnað sem hlýst af ferðum hans á vegum sveitarfélagsins.“

Í ráðningasamningi Ólafs kemur fram að sveitarstjóri skuli hafa fasta viðveru á opnunartíma skrifstofu […] nema önnur störf, á vegum sveitarfélagsins, hamli. Jafnframt er kveðið á um að hann skuli búa í sveitarfélaginu Tálknafirði en þar leigir hann íbúð af sveitarfélaginu. Samkvæmt  ábendingu sem vísi.is barst er íbúðin sem hann á óvenjulega góðum kjörum. Innt eftir svari segir Lilja Magnúsdóttir, oddviti að umrædd íbúð sé gömul.

Meðal launahæstu sveitastjóra

Samkvæmt sömu frétt á vísi.is kemur fram að Ólafur Þór sé einn launahæsti sveitarstjóri landsins, af þeim sveitarfélögum í sama stærðarflokki og Tálknafjörður. Laun Ólafs eru 1,55 milljónir og íbúafjöldi staðarins er 255 einstaklingar, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Samkvæmt léttum útreikningi Mannlífs fær hann greiddar 6,078 krónur á hvern íbúa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -