The Times mælir með Hinu íslenzka reðasafni

Deila

- Auglýsing -

Hið íslenzka reðasafn rataði á lista The Times yfir söfn sem áhugavert er að heimsækja.

 

Á lista The Times eru fjögur söfn. Það eru Hið íslenzka reðasafn í Reykjavík, Guanuhaya fornleifasafnið í Kúbu, Þjóðminjasafnið í Dublin, Írlandi og MORI TeamLab stafræna listasafnið í Tokyo í Japan.

„Þú last rétt. Þetta er safn helgað reðum,“ segir í umsögn um Hið íslenzka reðasafn. „Óvenjulegt safn sem hefur til sýnis reður af ótal dýrategundum og aðra tengda muni.“

Hið íslenzka reðasafn er til húsa á Laugavegi 116. Safnið hefur nú 217 reði og reðurhluta af hinum ýmsu dýrategundum til sýnis, þar með talið eitt eintak af manni.

- Advertisement -

Athugasemdir