Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Þór flutti fimm tonn af rusli til Ísafjarðar – Árlegt hreinsunarverkefni Hreinni Hornstranda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um liðna helgi tók áhöfnin á varðskipinu Þór þátt í árlegu hreinsunarverkefni samtakanna Hreinni Hornstrandir.

Fram kemur á heimasíðu Landhelgisgæslunnar að verkefnið hafi byrjað á föstudaginn er 28 vaskir sjálfboðaliðar fóru siglandi inn í Hrafnfjörð. Þaðan lá leiðin yfir Skorarheiði og niður í Furufjörð.

Siglt með rusl
Ljósmynd: lhg.is

Hitti áhöfn skipsins hópinn fyrir í Furufirði á laugardeginum og byrjað var að ferja ruslahrúgur sem safnast höfðu, um borð í varðskipið. Á heimleiðinni buðu samtökin Hreinni Hornstrandir, sjálfboðaliðum og áhöfninni í grill.

Vel að verki staðið!
Ljósmynd: lhg.is

Afrakstur helgarinnar, 5,19 tonn af rusli, var settur í land á Ísafirði en samanstóð það að mestu af plasti og netadræsum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -