Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Þór Saari vill ekki sjá snjallmæla á heimilum: „Blóðmjólka viðskiptavini í krafti einokunar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þór Saari, fyrrum þingmaður og nú meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands, vill stöðva áform Veitna um uppsetningu á snjallmælum.

Veitur hyggjast semja við Securat um uppsetningu á 160.000 snjallmælum en það vill Þór Saari ekki sjá. Hann deildi frétt um málið inni á hóp Sósíalista og skrifar eftirfarandi texta við fréttina:

„Þetta er algerlega galið og verður um leið að fjárplógsstarfsemi orkusala en eins og Gestur Pétursson framkvæmdastjóri Veitna segir:

„Því fylgir að viðskiptavinir geta átt von á árstíðarbundnum sveiflum í orkuútgjöldum.“

Fjárplógsstarfsemi því það fylgir enginn aukakostnaður því fyrir orkusala að selja rafmagn á álgastímum en það gerir þeim hina vegar kleyft að blóðmjólka viðskiptavini í krafti einokunar og hækka verðið á kvöldin þegar verið er að elda og farið er í bað. Jólasteikin verður svo elduð á sérstökum hátíðartaxta sem verður tuttugufalt hærri en á venjulegum degi. Þetta þarf að stöðva strax.“

Vakti færsla Þórs nokkra athygli en flestir þeir sem svöruðu henni voru sammála Þóri.

„Glæpastarfsemi!“ skrifaði einn þeirra og annar skrifaði „Þvílik sóun að henda mælum sem eru i lagi. Kostnaðurinn lendir svo alfarið á neytandanum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -