Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Þrír skotmenn handteknir í kjallaraíbúð á Sogavegi – Lögregla lagði hald á riffla og haglabyssur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í baksýnisspeglinum í dag rifjum við upp undarlegt atvik sem átti sér stað á Sogavegi þann 29. ágúst 1989. DV fjallaði um málið en þennan morgun tóku þrír menn upp á því að skjóta úr byssum út um glugga húss sem stóð við Sogaveg. Í frétt DV segir: „Lögreglan í Reykjavík handtók í morgun þrjá vopnaða menn. Mennirnir höfðu skotið úr byssum út um glugga kjallaraíbúðar við Sogaveg. Talið er að skotin hafi farið yfir Sogaveg og ekki er vitað hvar þau höfnuðu.“

Atvikið átti sér stað klukkan rúmlega níu um morguninn og var lögreglu strax gert viðvart.
„Sogaveginum og aðliggjandi götum var lokað og fólki í nærliggjandi húsum var skipað að halda sig innandyra. Lögreglumenn í skotheldum vestum umkringdu húsið. Tæpri klukkustund eftir að lögregla kom á vettvang var ráðist til inngöngu og mennirnir handteknir.“ Við húsleit kom í ljós byssur sem mennirnir höfðu að öllum líkindum notað og voru vopnin haldlögð í kjölfarið. Sem betur fer slasaðist enginn.

„Í íbúðinni fundust bæði haglabyssur og rifflar. Rannsókn málsins er á algjöru byrjunarstigi og ekki er vitað hvað mönnunum gekk til. Talið er víst að enginn hafi skaðast vegna byssuskotanna. Það var fjölmennt lið lögreglumanna sem var við aðgerðirnar í morgun.“

Þá kemur fram að Víkingasveit lögreglunnar hafi ekki verið kölluð út vegna málsins en lögreglumenn unnu gott starf og voru fljótir að bregðast við. „Þegar DV fór í prentun var ekki farið að yfirheyra mennina og ekki vitað hvort þeir voru ölvaðir eða undir áhrifum einhverra lyfja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -