2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Vildu ekki tjá sig

Stundin og Kveikur fjallar um mútugreiðslur og skattaskjólsviðskipti útgerðarfélagsins Samherja í ítarlegri umfjöllun sem birt var í kvöld.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti hluthafa Samherja, vildi ekki tjá sig um mútugreiðslunnar í Namibíu við Kveik eða Stundina.

Umsjónarmenn Kveiks óskuðu eftir viðbrögðum frá Þorsteini í lok október. Viðbrögð Þorsteins voru sýnd í þætti Kveiks. „Þetta er mjög hérna, þakka ykkur fyrir bara, ég ætla að fá mér kaffisopa hérna,“ sagði Þorsteinn Már, áður en hann gekk inn á kaffihús.

Kristján Vilhelmsson, hinn aðaleigandi Samherja og útgerðarstjóri félagsins á Íslandi, hefur heldur ekki viljað tjá sig er fram kemur í umfjöllun Stundarinnar.

AUGLÝSING


„Ég hef bara engan áhuga á því,“ sagði Kristján þegar blaðamaður Stundarinnar spurði hann af hverju hann vildi ekki tjá sig.

Sjá einnig: „Þetta er bara glæpastarfsemi“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum