Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Vopnaður karl handtekinn við Smáralind – Tryllt kona réðst á lögreglumann og var læst inni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í nógu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynningar og mál tengdu skemmtanalífinu í miðborginni voru þó í minnihluta. Töluvert var um umferðalagabrot og akstur undir áhrifum áfengis- og vímuefna. Frá klukkan fimm í gærdag og til klukkan sjö í morgun voru samtals 94 verkefni á borði lögreglu.

Vopnaður skammbyssu við Smáralind

Lögreglu barst tilkynning um hálf sex leytið í morgun þegar sást hafði til vopnaðs karlmanns við verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi. Karlmaðurinn var vopnaður skammbyssu. Var viðkomandi handtekinn og færður á næstu lögreglustöð til viðtals. Reyndist hinn vopnaði á átjánda aldursári. Barnaverndaryfirvöldum og foreldrum verður gert viðvart. Við frekari skoðun kom í ljós að umrædd skammbyssan reyndist vera leikfang.

Lögreglan beitt ofbeldi

Laust fyrir klukkan hálf tíu í gærkveldi var lögreglumaður beittur ofbeldi þegar óður kvenmaður var handtekin á heimili sínu. Lögreglumaðurinn sinnti störfum á vettvangi en óskað hafði verið eftir aðstoð þar sem konan hafði beitt heimilisfólk sitt ofbeldi. Reyndist konan undir miklum áhrifum áfengis og gisti fangageymslu til að tryggja öryggi heimilisfólks. Yfirheyrsla fer fram þegar af konunni rennur en um tvö aðskyld mál er um að ræða. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvar þetta atvik átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu.

Innbrot og íkveikja

- Auglýsing -

Um klukkan hálf eitt í nótt barst lögreglu tilkynningu um reykskynjara í gangi í húsi á Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglumenn fóru inn í húsið og slökktu eldinn sem var minniháttar. Slökkvilið mætti einnig á vettvang og reykræsti húsið. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða, en við nánari eftirgrennslan kom í ljóst að brotist hafi verið inn íbúðina og úr henni rænt munum.

Um það bil hálftíma seinna var tilkynnt um húsbrot í Grundarhvarfi í Kópavogi en þar hafði karlmaður gengið berserksgang og veist að húsráðanda. Karlmaðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Talið er aðilinn hafi tengsl við innbrotið og íkveikjuna á Hverfisgötunni og er til skoðunar um hvort það verði farið fram á gæsluvarðhald að yfirheyrslum loknum síðar í dag.

 

- Auglýsing -

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -