Ítrekað stungið á dekk í Langholtshverfi: „Við förum bara að vígbúast hér í 104“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Róbert nokkur spyr nágranna sína í Langholtshverfi á Facebook hvort fleiri hafi orðið fyrir því að stungið sé á dekk þeirra. Hann segist sjálfur hafa lent í þessu í gær.

„Hæ allir. Í gærkvöldi hefur einhver/einhverjir stungið 3var sinnum með hníf í framdekkið á bílnum okkar í Álfheimum. Hefur einhver eða einhverjir verið að lenda í þessu?“

Ein nágrannakona hans segist hafa lent í svipuðu. „Hef ekki lent í þessu nei… en einn hurðahúnninn á bílnum mínum var rifinn af í Efstsundi,“ segir hún.

Önnur kona segir þetta ekki nýtt af nálinni. „Það var víst stungið á fullt af dekkjum hér á Laugarásveginum fyrr í vetur,“ segir hún.

Vignir nokkur gefur svo í skyn að mælirinn sé að verða fullur. „Við förum bara að vígbúast hér í 104,“ skrifar hann.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -