Þriðjudagur 18. janúar, 2022
0.8 C
Reykjavik

Jakob Frímann hugsar Morgunblaðinu þegjandi þörfina: „Óþolandi, ósmekklegt og meiðandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og forsprakki hinnar vinsælu hljómsveitar Stuðmanna, er ósáttur út í Morgunblaðið fyrir smelludólgafrétt sem blaðið birti í gær þar sem lesa mátti fyrirsögn um að Stuðmenn væru gjaldþrota. Tónlistarmanninum finnst þetta í meira lagi ósmekklegt af fjölmiðlinum.

Mogginn fór mikinn á vængjum smelludólga þegar miðillinn birti frétt um að Stuðmenn hefðu verið úrskurðaðir gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttin flaug í fyrsta sæti yfir mest lesna efnið á Mogganum. Hljómsveit allra landsmanna virtist vera komin fjárhagslega að fótum fram eftir að hafa glatt landsmenn hátt í hálfa öld.

Við nánari skoðun kom á daginn að Davíð Oddsson og hans fólk á Mogganum var að selja allt aðra vöru. Hljómsveitin var hvergi nærri í fréttinni, enda snérist þetta um allt aðra stuðbolta. Fyr­ir­tækið Stuðmenn ehf. var nefnilega stofnað í októ­ber 2016 og lifði í rétt tæp fjögur ár. Til­gang­ur þess var rekst­ur raf­verk­taka­fyr­ir­tæk­is, inn­flutn­ing­ur raflagna­efn­is og þjón­usta varðandi ný­lagn­ingu og viðhald raflagna. Tónlistarflutningur kom hvergi við sögu.

Fyrirsögn Morgunblaðsins var ein augljósasta smellubeita í langan tíma.

Eins og áður sagði finnst Jakobi Frímanni smelludólgsfréttin ekki vera fyndin og fjallaði um hana í færslu á Facebook. Þar hafa margir þjóðþekktir einstaklingar lýst sig sammála honum og hraunað yfir Morgunblaðið.

„Vert er að þakka Morgunblaðinu hlýjar og smekkvísar kveðjur á afmælisári Stuðmanna.
– Þessi frétt af ógöngum rafverktakafyrirtækis speglar reyndar áður óþekkt hugarþel í Hádegismóum, en hefur vonandi fært blaðinu gnótt auglýsingatekna sem ella hefðu getað fallið smelludólgum gulu pressunnar í skaut. 🖋 🥀 #WallofShame,“ segir Jakob Frímann. 

Valdimar Örn Flygenring, leikari og leiðsögumaður, telur að Morgunblaðinu sé ekki viðbjargandi. „Ef menn eru á annað borð smekklausir….þà eru þeir smekklausir, segir Valdimar. 

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson er á sömu skoðunn. Skandall og mbl til minnkunar, segir Jón. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum ráðherra, er ein þeirra fjölmörgu sem féllu fyrir bragði Moggans. „Vá hvað þetta er glatað. Ég féll fyrir smellinum, segir Ragnheiður. 

Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar þá sem bera ábyrgð á hinni umdeildu fyrirsögn dóna. Óþolandi fyrirsögn, ósmekkleg og – bara meiðandi! Dónar, segir Þuríður. Pétur Gautur myndlistarmaður skilur ekkert í því hvers vegna hljómsveitin eigi ekki nafnið. „Klikkað að þið Stuðmenn séu ekki eigendur nafnsins. Ykkar mistök því miður. En við elskum ykkur samt !!!“, segir Pétur. 

Það er því ljóst að hinir vinsælu Stuðmenn hugsa Morgunblaðinu þegjandi þörfina. Þeir sem eru með kröfur á Stuðmenn ehf. geta hins vegar haft samband við Hólm­geir El. Flosa­son skipta­stjóra bús­ins.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -