Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Jón Lúðvíksson vildi fyrirfara sér 9 ára: „Það var migið á mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var tossi, ég var leiðinlegur, ég var alltaf fyrir og hnakklesblindur og kennarar sögðu bara við mig það verður aldrei neitt úr þér,“ segir Jón Lúðvíksson í hlaðvarpsþættinum 10 bestu.

Jón hefur marga fjöruna sopið. Hann var misnotaður sem barn, níu ára gamall hélt hann á hníf við hjartað á sér og reyndi að mana sjálfan sig til að stinga sig, hann segir skólakerfið hafa brotið sig eins mikið niður og mögulegt var og fór hann út í harða neyslu á unglingsárunum.

Jón segir frá erfiðri æsku sinni, hann átti góða foreldra, en skólakerfið brást honum og kölluðu kennarar hann meðal annars heimskan.
Jón varð fyrir mikilli stríðni en vill þó ekki kalla það einelti. Hann segist margoft hafa komið sér í aðstæður sem leiddu af sér að brotið var á honum.

„Það var migið á mig, ég var klæddur úr fötunum, það var krotað á mig en ég gerði oft ekkert fallega hluti við aðra. Mér finnst orðið einelti, við gerum okkur að svo miklum fórnarlömbum það er mín persónulega skoðun,“ segir Jón og heldur áfram: „Af því að þeir sem raunverulega ganga í gegnum einelti, það er skelfilegt. Ég er á þeim stað að ég get ekki sagt að ég hafi orðið fyrir ein-elti, mér finnst það ekki þannig. En ég kom mér í þær aðstæður að ég lét brjóta á mér, ég get sagt það. Af því að ég var lítill, hræddur, óöruggur og taldi mig þurfa að fá niðurlæginguna frá öðrum til að fá samþykki.“

Segist Jón hafa trúað því að með því að leyfa öðrum að brjóta á sér, yrði hann samþykktur. „Ég trúði svo mörgu sem var rangt af því að ég vildi svo mikið tilheyra.“

Jón segir frá því að þegar hann var í kringum níu ára gamall var hann misnotaður. „Ég var ginntur, ég var plataður. Ég hafði ekki vitneskju eða gáfur til þess að vita að þetta var rangt og ég sagði aldrei neinum frá þessu eða talaði um þetta við neinn og enginn vissi þetta.“

- Auglýsing -

Segir Jón misnotkunina hafa haft það í för með sér að allt innra með honum var mjög dautt á hans yngri árum. Hann hafði ekki hugmynd um hvað nánd væri, hann vissi ekki hvernig hann ætti að taka á móti ást og umhyggju og hélt að fólk vildi einungis kynlíf frá sér.

Þessi vanlíðan Jóns leiddi hann út í mikla neyslu, en á tímabili var hann heimilislaus. Jón fann sér samastað í vinnuhúsnæði sem ekki var lengur í notkun og braust inn í það. En þangað fór hann þegar hann hafði ekki sofið í langan tíma og þurfti að taka sér kríu, eins og hann orðar það.

Á þessum tíma vann hann fyrir, eins og hann segir sjálfur, kóngana í undirheimunum. En segir hann siðleysi sitt hafa verið mikið og hann hafi stundað mikið af skipulögðum afbrotum.

- Auglýsing -

„Það er margur sársauki sem ég þekki í lífinu. Það er búið að halda hníf þrisvar upp að hálsinum á mér, það er búið að svipta mig frelsi þannig ég þekki mjög margar lífsraunir,“ segir Jón.

Nú hefur hann hins vegar verið edrú í 21 ár, en segir hann að þrá hans fyrir líf hafi verið það sem bjargaði honum.

„Mér var boðið að fara út og smygla peningum á milli landa í skipi sem ég hefði fengið fullt fullt af peningum fyrir. Með AK-47 í höndunum, um borð í skipi að verja þetta. Ég þráði að gera þetta því mér fannst þetta töff. En það var eitthvað innra með mér sem sagði þú vilt líf. Þú vilt geta búið eitthvað til fyrir þig.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -