• Orðrómur

Jón orðlaus eftir gönguferð í Grafarholti: „Foreldrunum fannst þetta bara í góðu lagi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Jón nokkur, íbúi í Grafarholti, segir það mikla mildi að ekki hafi orðið alvarlegt slys þegar kraftmikið utanvega mótorhjól, oft kallað krossari, keyrði hann og eiginkonu hans næstum niður er þau voru á göngu fyrir ofan Reynisvatn. Hann segir það hafa orðið þeim hjónum til happs að ungur ökumaðurinn hafi runnið til í drullu og misst stjórn á hjólinu.

Jón segir frá atvikinu í hópi hverfisbúa á Facebook. Því lýsir hann svona:

„Öflugur krossari keyrði okkur hjónin næstum niður á þröngu göngustígunum fyrir ofan Reynisvatn. Drullan sem hjólin skilja eftir sig gerir gönguna einstaklega erfiða. Það hefði geta orðið slys því við vorum inni í þröngum og bröttum skógarstíg með mjög litlu útsýni. Það var okkur til happs að þegar drengurinn sá okkur þá missti hann stjórn á hjólinu, skrikaði í drullunni og drap á krossaranum,“ segir Jón.

- Auglýsing -

Anna á ekki til orð yfir þessu. „Eru foreldrarnir í lagi?,“ spyr Anna. Hinrik er þeirrar skoðunar að eitthvað þurfi að gera. „Það væri kannski ráð að láta merkja svæðið með bannmerkjum,“ segir Hinrik.

Þessa mynd tók Jón á staðnum sem sýna göngustíginn eftir mótorhjólið.

Hafsteinn nokkur kannast einum og vel við vandamálið. „Ræddi við foreldra drengs sem keyrði á mig á stíg fyrir ofan Reynisvatn síðasta sumar, á númerslausum krossara, Foreldrunum fannst bara í góðu lagi að guttinn þeirra væri að bruna þarna á krossara. Burt séð frá skemmdum , þá er ömurlegt að fá krossara framan á sig,“ segir Hafsteinn.

- Auglýsing -

Aron er einn þeirra sem brunar um á krossara og stýrir félagi slíkra ökumanna. „Við sem ökum á svoleiðis megum bara vera á tilteknum svæðum. Sem þjálfari, keppandi og stjórnarmaður í slíku félagi í motocross þá erum við að reyna verða sýnilegri. Það er að einstaklingar à svoleiðis hjólum séu að hjóla á svæðum sem þeir mega hjóla á. Reynisvatn er ekki leyfilegt og þarf að upplýsa þá sem aka þar að koma sér á lögleg svæði fyrir okkur. Svo erum við oft með erfiða einstaklinga sem kannski vilja ekkert vera á svæðum sem þeir mega hjóla á,“ bendir Aron á.

Baldri finnst þetta hins vegar óþarfa væl. „Spurning að vera bara heima þangað til búið sé að malbika og upphitað,“ segir Baldur.

Stígurinn sem Jón gekk er illa farinn eftir krossara.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -