• Orðrómur

Katrín á toppnum en Kristján skrapar botninn vegna Samherja

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra fer með himinskautum í vinsældum og er með gott forskot sem vin­sæl­asti ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Um 67 prósent lands­manna, eru ánægðir með Katrínu. Það er aukn­ing um átta pró­sentu­stig frá því árið 2020.

Sá ráðherra sem tekur mesta stökkið í vinsældum er Ásmundur Einar Daðason sem 59 prósent landsmanna eru ánægðir með. Ásmundur hefur látið sig málefni barna miklu varða og lagt fram úrbætur í málefnum þeirra.  Þetta kem­ur fram í Þjóðar­púlsi Gallup.

Þeim sem fækkar aftur á móti um 12 prósentustg sem eru ánægðir með störf Lilju Dagg­ar Al­freðsdótt­ur, menntamálaráðherra. Þór­dís­ Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á heldur ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Aðdáendum hennar fækk­ar um 11 pró­sentu­stig.

Kristján Þór Júlíusson.

Aðeins 11 prósent eru ánægð með störf Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. Líklegt er að það sé vegna tengsla hans við það umdeilda fyrirtæki, Samherja. Flest­ir eru líka óánægðir með störf Kristjáns Þórs, eða nærri 61 prósent. Bjarni Bene­dikts­son er næstóvinsælastur en rúm­lega 37 prósent eru óánægð með hans störf. Rúm­lega 16 prósent eru óánægð með störf Katrín­ar og tæplega í 13 prósent með störf Ásmund­ar Ein­ars.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -