Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Læknar lýsa miklum áhyggjum: „Við tryggjum ekki öryggi landsmanna með tómar slökkvistöðvar’’

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við tryggjum ekki öryggi landsmanna með tilliti til björgunarþjónustu með því að byggja tómar slökkvistöðvar og kaupa sjúkrabíla án þess að gera ráð fyrir að á þeim starfi sérþjálfað starfsfólk.’’ Þetta skrifar hópur lækna í skoðanagrein sem birt var á Vísi í dag. Greinin ber heitið: ,,Öryggi kostar – Al­var­leg van­á­ætlun á mönnunar­þörf í skýrslu um fram­tíðar­þróun þjónustu Land­spítala’’.
Læknarnir segja að niðurstöður úr nýrri skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins sýni mikið vanmat á áskorunum sem framundan sé á Landspítalanum. Auk þess sýni skýrslan vanmat á mönnun innan spítalans en ráðgjafarfyrirtækið Mckinsey vann skýrsluna.

Kemur fram að hlutfall nýttra rúma á Landspítala árið 2019 hafi verið 97%. Þá sé ekki talið æskilegt að nýtingin fari yfir 85%, að meðaltali. Gerist það, sé öryggi sjúklinga ógnað. Læknarnir segja álag á mörgum deildum umfram öryggismörkin og ekki sé hægt að manna fleiri rými með mannskap sé starfi nú þegar á spítalanum.

„Ljóst er að stórkostlegt átak í mönnun þarf tafarlaust til að tryggja að Landspítali geti sinnt núverandi hlutverki sínu samhliða uppbyggingu sjúkrahúss til framtíðar,“ segja læknarnir en greinina má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -