Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Líf neitar að ræða það að skelfileg staða drengja sé konum að kenna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birgir Baldursson, tónlistarkennari, Vantrúarmaður og trommuleikari með meiru, veltir því fyrir sér á Facebook hvort skelfileg staða drengja í skólum Íslands gæti mögulega tengst því að kennarar hafi færst frá því að vera karlastétt yfir í kvennastétt. Tryggvi Hjaltason hefur dregið fram þá dapurlegu stöðu í dagsljósið og hefur það vakið nokkra athygli. Í stuttu máli þá er menntakerfið að bregðast drengjum. 

Þetta var rætt í Silfrinu í gær. Birgir deilir frétt um það með fyrirsögninni Bil milli kynja í skólakerfinu eykst. Hann skrifar svo: „Les fyrirsögnina. Og allt i einu slær niður þessari hugmynd: Karlar hverfa úr kennarastöðum grunnskólanna og nánast bara konur sem sinna þessu starfi. Og staða strákanna fer þá að versna til muna. Gæti verið orsakasamhengi þarna á milli?”

Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, skrifar athugasemd við færsluna. „Nei,” skrifar hún einfaldlega. Rétt er að geta þess að Líf er í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur sem rekur 36 almenna grunnskóla. 

Birgir spyr til baka: „Þú virðist mjög viss um þetta. Hefur þetta verið rannsakað?” Því svarar Líf: „Já”. Birgir skrifar þá: „Nú minnist Tryggvi í úttekt sinni í upphafi umfjöllunarinnar í Silfrinu einmitt á þennan möguleika, að stráka gæti skort fyrirmyndir í karlkyns kennurum (já, ég drullaðist til að horfa á þetta). Er hann þá bara að bulla?” Líf svarar: „Á hverju byggir hann þessa skoðun?” 

Birgir svarar henni í nokkuð löngu máli og færir rök fyrir máli sínu: „Hann byggir á gögnum sem hann hefur frá íslenskum ráðuneytum, s.s. Pisa-könnunum og úttektum. Hann segir reyndar að í það minnsta sé ljóst að karlkyns fyrirmyndum hefur fækkað í íslensku skólakerfi, án þess þó að fara með það eitthvað lengra. Aftur á móti talar hann um mælingu á vegum WHO þar sem fram kemur að stúlkur njóti mun meiri stuðnings í skólanum en drengir hér á Íslandi. Það mætti athuga hvað veldur, en þetta er í það minnsta staðreynd,” skrifar Birgir. 

Hann segir svo: „Helga Vala nefnir strax í upphafi hvernig allt færi á hvolf í samfélaginu ef þessu væri öfugt farið Skoðum það aðeins: Ef stelpur myndu ekki finna sig í skólanum og heltast úr framhaldsnámi, margar hverjar án þess að geta lesið sér til gagns, þær upplifandi sig sem ómögulegar og á sama tíma hefði kvenkyns kennurum snarfækkað og nær eingöngu karlar sem sæju um grunnskólakennslu myndi án efa vera uppi sú krafa að þetta yrði kannað, hvort skortur á kvenfyrirmyndum gæti verið þarna einhver orsök.”

- Auglýsing -

Líf hefur ekki enn svarað þessu en Egill Óskarsson, félagi hans í Vantrú og deildarstjóri á leikskóla, kemur með hina hlið málsins. „Þau áhrif sem kennarar hafa á námsárangur byggja miðað við rannsóknir lítið á kyni. Það sem börn þurfa eru góðir kennarar, sama af hvaða kyni. Hinsvegar eru svo ótalmargir aðrir faktorar sem hafa áhrif á námsárangur að það sá vandi sem er til staðar verður ekki leystur með því að benda á eitthvað eitt og finna einhverja töfralausn,” segir Birgir. 

Birgir er þó ekki hættur og skrifar: „Hver veit nema eina breytuna, sem kannski verður útundan af því að hana má ekki ræða, sé að finna á sálrænum djúpmiðum drengja sem hafa minni möguleika á að samsama sig við fullorðna einstaklinga af saman kyni, finna í þeim fyrirmyndir og félagsskap sem er af öðrum toga en félagsskapur og samskipti við eintómar fullorðnar konur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -