Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Líkamsræktin heima í stofu – „Hér er æfing sem er tilvalið að gera heima“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú eru margir sem þurfa að stunda sína líkamsrækt heima í stofu. Meðgöngu- og mömmuþjálfarinn Sigrún María Hákonardóttir deilir hér æfingu með lesendum Mannlífs sem er hægt að gera heima.

 

Í æfingunni er fókusað á neðri líkamann. Sigrún segir æfinguna henta öllum,  líka ófrískum konum og konum eftir barnsburð sem eru tilbúnar í styrktarþjálfun. Sigrún bendir á að hreyfing á meðgöngu skal ávallt vera í samráði við lækni eða ljósmóður. „Það er mikilvægt að hlusta á líkamann á þessu tímabili. Það er einstaklingsbundið hvenær er tímabært að hefja þjálfun eftir meðgöngu, almennt er talað um sex vikum eftir fæðingu,“ útskýrir Sigrún.

„Hér er æfing sem er tilvalið að gera heima. Það eina sem þú þarft eru tvö handlóð, helst í þyngri kantinum þar sem þessi æfing leggur áherslu á neðri líkamann, og síðan litla æfingarteygju. Til þess að fara auðveldlega í gegnum æfinguna er gott að nota Interval Timer app og stilla tímann á 30 sec high (vinnslutími), 5 sec low (hvíldartími) og 9 Set (hversu oft þú ferð í gegnum æfinguna),“ segir Sigrún um æfinguna.

„Æfingin getur verið í heild sinni 30 mínútur. Hún er þannig uppsett að þú ert í rúmar fimm mínútur í hverri æfingarútínu,“ segir Sigrún. Hún lætur myndbönd sem sýna hvernig á að framkvæma hverja og eina æfingu fylgja með.

 

Æfingarútína 1
3x í gegn. Tæki/tól: Lítil æfingateygja

30 sek mjaðmalyfta á hægri
5 sek hvíld
30 sek mjaðmalyfta á vinstri
5 sek hvíld
30 sek hnébeygja eða hnénbeygjuhopp
5 sek hvíld

- Auglýsing -

Æfingarútína 2
3x í gegn. Tæki/tól: Lítil æfingateygja

30 sek hnébeygja stíga út til hægri
5 sek hvíld
30 sek hnébgygja stíga út til vinstri
5 sek hvíld
30 sek hnélyftur eða hlaup á staðnum
5 sek hvíld

- Auglýsing -

Æfingarútína 3
3x í gegn. Tæki/tól: Tvö handlóð (stóll)

30 sek romanian á hægri
5 sek hvíld
30 sek romanian á vinstri
5 sek hvíld
30 sek froskar eða burpees
5 sek hvíld

Æfingarútína 4
3x í gegn. Tæki/tól: Eitt handlóð, lítil æfingateygja

30 sek goblet hnébeygja
5 sek hvíld
30 sek hliðarskref til hægri og vinstri
5 sek hvíld
30 sek 4 skref fram og aftur í hnébeygjustöðu eða eitt hopp fram og 4 skref aftur
5 sek hvíld

Æfingarútína 5
3x í gegn. Tæki/tól: Tvö handlóð, lítil æfingateygja

30 sek romanian + hnébeygja
5 sek hvíld
30 sek planki + fótalyfta
5 sek hvíld
30 sek dúa í hnébeygja eða 180 gráðu hnébeygjuhopp
5 sek hvíld

Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um Sigrúnu og hennar þjálfun á vefsíðu hennar, fitbysigrun.com.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -