Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Manndráp í Hafnarfirði: Hlöðver gerði lítið úr upplifun Sveins Inga og falaðist eftir meira samræði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á milli jóla og nýárs árið 1996 drap ungur Hafnfirðingur, Sveinn Ingi Andrésson, Hlöðver S. Aðalsteinsson, við Krýsuvíkurveg.

Þeir Sveinn Ingi og Hlöðver þekktust en höfðu ekki verið í sambandi lengi; morðið var uppgjör vegna kynferðislegrar misnotkunar sem Hlöðver beitti Svein Inga þegar hann var á unglingsaldri.

Hlöðver var þekktur í Hafnarfirði fyrir að leita á unga drengi eða unglingspilta og bauð þeim gjarnan áfengi til að freista þeirra. Altalað var í Hafnarfirði um langt skeið að Hlöðver, sem var alltaf kallaður Hlölli Pomm, liti unga drengi girndaraugum og var gjarnan varað við honum og ungum drengjum og unglingum ráðlagt að hafa aldrei samskipti við hann nema að vera fleiri en einn og fleiri en tveir.

Sú var ekki raunin með Svein Inga. Hann átti ekki auðvelda æsku og var lagður í einelti í Víðistaðaskóla á meðan á skólagöngu hans þar stóð.

Hann komst í kynni við Hlöðver sem misnotaði Svein Inga kynferðislega um tveggja ára skeið

Laugardagskvöldið 28. desember árið 1996 hélt Sveinn Ingi partý og bauð vinum sínum heim. Þar var drukkið og djammað og einhver stakk upp á því að gera símaat í Hlöðveri. Nokkrir úr partýinu hringdu í Hlöðver og fífluðust, en klukkan eitt um nóttina var haldið á skemmtistað.

- Auglýsing -

Sveinn Ingi ungi varð mjög drukkinnn þetta kvöld og þegar skemmtistaðnum var lokað gekk hann einn heim og hringdi þaðan í Hlöðver og bað hann að hitta sig. Klukkan fjögur þessa nótt lagði Hlöðver af stað á bílnum sínum, hvítri Lödu Sport, og á meðan beið Sveinn Ingi með hlaðna haglabyssu.

Þegar Hlöðver og Sveinn Ingi hittust var hlýtt en slagveðursrigning; hann gekk út í bíl til Hlöðvers með hlaðna byssuna og settist frammí. Hann bað Hlöðver að aka suður úr bænum í átt að Krýsuvík og á afleggjaranum þar staðnæmdist bíllinn.

Við afleggjarann barst talið að fortíðinni; nánar tiltekið tólf árum fyrr, þegar Hlöðver hafði tælt Svein Inga með áfengi og tóbaki og misnotað hann kynferðislega í kjölfarið. Samkvæmt Sveini Ingi var samtal þeirra Hlöðvers rólegt og yfirvegað en leikar æstust þegar Hlöðver gerði lítið úr upplifun Sveins Inga og falaðist eftir frekara samræði. Sveinn Ingi fór út úr bílnum til að kasta af sér vatni og Hlöðver gekk út á eftir, mjög æstur.

- Auglýsing -

Þá sneri Sveinn Ingi sér við og hleypti skoti af sem hæfði Hlöðver í hægri handlegginn, rétt ofan við olnboga. Hlöðver tók á rás og hljóp yfir götuna og faldi sig í svartnættinu bak við vegarbrún. Ungi maðurinn fór inn í Löduna hans Hlöðvers og ók henni í bæinn.

Daginn eftir, klukkan ellefu um morguninn, fannst lík Hlöðvers, um þrjú hundruð metrum norðar á veginum. Tveir lögreglumenn og sjúkrabíll með lækni mættu á svæðið og var Hlöðver úrskurðaður látinn á staðnum. Æðar höfðu farið í sundur og blóðmissirinn varð svo mikill að hann fór í lost og lést.

Hlöðver var með símanúmerabirti þar sem sást að hringt hafði verið í hann af heimili unga mannsins um nóttina. Heima hjá Hlöðveri fannst blað þar sem á stóð nafn unga mannsins og símanúmer. Leit hófst að bifreiðinni sem fannst loks síðdegis bak við fiskverkunarhús við Herjólfsgötu í Hafnarfirði.

Rannsóknin beindist strax að unga manninum og var hann handtekinn samdægurs. Hann vísaði lögreglu á Remington-haglabyssuna en neitaði að hafa framkvæmt verknaðinn.

Dómari féllst ekki á gæsluvarðhald og var Sveini Inga því sleppt. Lögreglan hafði hann þó enn grunaðan og rannsókn málsins miðaðist við þann grun.

Lögreglan hafði ýmis gögn til rannsóknar. Í Lödunni fannst sígarettustubbur sem einhver hafði drepið í á mælaborðinu og var hann sendur út til Noregs til DNA-rannsóknar. Niðurstöðurnar sýndu að níutíu og níu prósent líkur væru á því að munnvatnið í stubbnum væri úr Sveini Inga. Á líki Hlöðvers fannst forhlað, innan úr haglabyssuskoti, sem rannsókn sýndi að passaði við haglabyssuna sem Sveinn Ingi hafði notað. Þegar leyfi fékkst fyrir að skoða símhringingar sást að í níu skipti hafði verið hringt úr síma Sveins Inga til Hlöðvers þessa nótt.

Að fengnum þessum gögnum var ungi maðurinn aftur handtekinn í febrúar og þá úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann þrætti hann fyrir verknaðinn, en þegar hann fékk að sjá gögnin játaði hann.

Sveinn Ingi sagðist hann hafa verið fórnarlamb Hlöðvers frá þrettán til fimmtán ára aldurs. Kynferðisofbeldið hafi legið þungt á honum allar götur síðan og þarna í desember árið 1996 hafi hann verið langt niðri; ætlað að svipta sig lífi, en að hann hafi líka viljað mæta Hlöðveri og hræða hann. Þessa nótt hafi hann fengið taugaáfall og ákveðið að láta til skarar skríða. Hann sagði að enginn úr fjölskyldunni hefði vitað af misnotkuninni. En jafnframt að það hafi aldrei verið ætlun hans að drepa Hlöðver og ef einhver annar hefði verið ákærður fyrir drápið hefði hann stigið fram og játað. Daginn eftir hafi hann ekki einu sinni vitað að Hlöðver væri látinn og því hafi hann hringt í síma Hlöðvers úr sjoppu. Gögn staðfestu að sú hringing átti sér stað.

Sveinn Ingi var þann 26. júní sama ár dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Var talið ólíklegt að Sveinn Ingi hafi ætlað sér að myrða Hlöðver, en hann hafi engu að síður mátt vita að svona gæti farið ef hann skyti í átt að honum með haglabyssu á nokkurra metra færi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -