Már lofsyngur Ladda eftir góðverk: „Fann aldrei að þar væri stórstjarna á ferð“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Laddi var fljótur að svara og mér þótti svo vænt um viðbrögð hans og í öllu þessu ferli fann ég aldrei á honum að þar væri stórstjarna á ferð!“

Tónlistarmaðurinn og sundkappinn Már Gunnarsson fer fögrum orðum um einn ástsælasta leikara landsins, Þórhall Sigurðsson eða Ladda eins og flestir þekkja hann, í færslu á Facebook síðu sinni.

Már gaf út nýtt lag á dögunum ásamt vinkonu sinni, söngkonunni Ivu Marín Adrichem. Lagið ber nafnið Vinurinn vor og fékk Már engan annan en Ladda til að leika í tónlistarmyndbandi lagsins.

Sjá einnig: Már og Iva með nýtt lag og myndband -Vona að lagið létti síðustu skrefin að sumri

Már skrifar:
„Ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að vera óhræddur að hafa samband við fólk og bara spyrja. Það var einmitt það sem ég gerði í fyrra að ég heyrði í einum besta leikara sem við Íslendingar höfum nokkurn tíma átt og kannaði hvort hann hefði áhuga á að vinna með mér.“

Eins og sagði áður var Laddi ekki lengi að svara og tók að sér hlutverk í myndbandinu og segir Már hann hafa sýnt mikil elskulegheit og mögnuð vinnubrögð, „Laddi setur svo sannarlega svip sinn og karakter í myndbandið. Ég er ekkert smá stoltur að hafa hann með. Takk elsku Þórhallur Sigurðsson fyrir okkur,“ skrifar Már að lokum.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -