Mánudagur 16. september, 2024
4.3 C
Reykjavik

María landsliðskona fékk skelfilega umönnun á sjúkrahúsinu í Keflavík: „Ég var alveg ótrúlega reið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var alveg ótrúlega reið!“ skrifar María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum í bloggfærslu sinni.

Þar segir hún frá erfiðri lífsreynslu en María er með tvöfalt stærra milta en venjulegt telst.
Endaði hún á spítala á aðfangadag en hún segist hafa fengið skelfilega umönnun á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ.

María og eiginmaður hennar Ryan voru á leið sinni heim til Bandaríkjanna þann 28.desember, en ferðalagið endaði á Íslandi vegna verkja hjá Maríu.

Þau höfðu eytt jólunum saman í Noregi, en svo fór að hún endaði á sjúkrahúsi á aðfangadag vegna verkjanna; María segist hafa óttast að miltað hefði rofnað eða stækkað en frekar en við skoðun kom engin breyting í ljós.

María átti erfiða flugferð frá Noregi og hafði meðal annars kastað upp í fluginu vegna verkjanna.

Þegar hjónin lentu í Keflavík héldu þau rakleitt á sjúkrahúsið í Reykjanesbæ, HSS.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið þreifaði læknirinn rétt á kvið hennar og sendi hana heim. Hún hafi verið afar reið vegna þjónustunnar, en um nóttina jukust verkirnir á ný.

María ákvað þá að leita til Reykjavíkur þar sem hún dvelur enn og  segir hún óvissuna um næstu skref mjög erfiða.

Skýring á stærð miltans sé enn óútskýrð.

- Auglýsing -

„Það er mögulegt að miltað verði fjarlægt, sem er ansi stórt! En þeir vilja útiloka allt annað áður en til þess kemur“.

Vísir fjallaði um málið.

 

.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -