„Þá er búið að telja allt og maður hefur hlotið endurkjör. Fyrir það er ég þakklátur og sest baráttuglaður á þing í smáum en knáum þingflokki,“ segir þingmaðurinn Karl Gauti Hjaltason og bætir við:
„Fyrir það fyrsta þakka ég öllum þeim sem kusu flokkinn og veittu okkur brautargengi.“
Karl Gauti segist, þrátt fyrir stórt tap Miðflokksins í kosningunum, vera þakklátur og auðmjúkur. Og hann túlkar úrslitin sem varnarsigur en ekki tap:
„Einnig vil ég auðmjúkur þakka öllu því fólki sem lagði hönd á plóg í baráttunni hér í Suðvestur. Þar var á ferðinni harðsnúinn hópur fólks sem lagði mikið á sig og við uppskárum varnarsigur.“