Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Ný Samherjaskjöl afhjúpa aðkomu Þorsteins Más: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samherji stundaði múturgreiðslur og hótanir til að verða fyrirtækinu úti um verðmætan fiskveiðikvóta í Namibíu. Ný gögn sýna það svart á hvítu.

Stundin birti í nýjasta blaði sínu efni úr nýjum gögnum er varðar Samherja og starfsemi þeirra í Namibíu. Þar kemur fram hversu víðfeðm þekking var innan Samherja um múturgreiðslur og hátterni í Namibíu. Kemur fram í gögnunum að frjálslega hafi verið talað um múturgreiðslur og hótanir í skriflegum samskiptum lykilstjórnenda.

Jóhannes Stefánsson, uppljóstari og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samherja í Namibíu fékk skilaboð frá Aðalsteini Helgasyni, fyrrverandi stjórnarmaður í Samherja og umsjónarmaður Afríkuútgerðar fyrirtækisins og einn nánasti samstarfsmaður Þorsteins Más Baldvinssonar á þeim tíma. Þar kom fram að á einhverju stigi kunni „að skipta máli að múta einhverjum leiðtoga þessara manna.“ Skilaboðin voru send árið 2011, skömmu áður en Samherji haslaði sér völl í Namibíu.

Fram að þessu hafa Samherjamenn neitað fullyrðingum Jóhannesar um að hann hefði verið beðinn um að múta sjávarútvegsráðherra Namibíu og sagt að þeir hafi ekki vitað um greiðslur Jóhannesar. Nýju gögn Stundarinnar sína hinsvegar annað.

Gögnin sýna að Aðalsteinn hafi lagt til að mútur yrðu greiddar, í einum skilaboðunum, „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ spurði hann í þann mund sem Samherji sigldi inn í Namibíumarkað. Þá er alveg ljós að hann hafi einnig lagt blessun sína yfir hótanir. „Ég á við hvort hægt sé að beita hótunum,“ stendur í öðrum skilaboðum frá Aðalsteini.

Ennfremur gefa gögnin vísbendingu af hverju engir tölvupóstar séu til af þessum mútubeiðnum frá Þorsteini Má, forstjóra Samherja. „saelir tarf tetta allt ad vera til i postum milli manna?“ spurði Þorsteinn Már undirmenn sína þegar rætt var um hugmyndir um veiðar á hrossamakríl í Suður Afríku árið 2007. Þær hugmyndir voru unnar í samstarfi við svokallaða hákarla, þá sömu og Samherji mútaði í Namibíu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -