Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Palli átti heimsmetið í Pac-Man: „Þetta er frægasti tölvuleikur allra tíma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn frábæri útvarpsmaður, Páll Sævar Guðjónsson, greindi frá því að hann hafi eitt sinn sett heimsmet sem stóð í tvær vikur.

Gefum Palla orðið:

„Í dag (í gær, innskot blm) eru liðin 43 ár frá því að tölvuleikurinn Pac Man kom út. Þetta er frægasti tölvuleikur allra tíma.“

Hann fann sig fljótlega í þessum fræga leik; svo um munaði – og segir meira frá:

„Laugardag einn árið 1983 mætti ég á Góðborgarann Hagamel 67, klukkan 10:00 um leið og staðurinn opnaði til að spila leikinn. Klukkan 20:50 kom ég heim til mín eftir að hafa setið og spilað 1 leik allan þennan tíma. Niðurstaðan voru 1.842.480 stig það reyndist heimsmet sem stóð í 2 vikur. Skemmtileg minning.“

- Auglýsing -

Ekki er vitað um neinn Íslending á þessari stundu sem náð hefur hærra skori en Palli, en viti einhver um það væri gaman að heyra frá viðkomandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -