Þriðjudagur 4. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Par lenti í heiftarlegu rifrildi úti á götu – Drukkin kona truflaði umferð í Hafnarfirði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögregla þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af karlmanni og konu sem rifust heiftarlega á almannafæri. Fólkið var ölvað og hélt leiðar sinnar eftir að hafa rætt við lögreglu. Það var seint í gærkvöldi þegar lögregla stöðvaði ökumann í reglubundnu eftirliti. Þegar lögregla ræddi við manninn vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum vímuefna. Við frekari leit fundust fíkniefni á manninum og í bifreiðinni en er hann grunaður um sölu fíkniefna. Var hann látinn gista bak við lás og slá meðan lögregla rannsakar meinta ólöglega dvöl hans innan Schengen.

Síðar um kvöldið handtók lögregla annan ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum. Þá barst lögreglu tilkynning um ölvaða konu að trufla umferð í Hafnarfirði. Þegar komið var á vettvang reyndist konan á bak og burt. Stuttu síðar var tilkynnt um þjófnað í bifreið. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort að þjófurin hafi komist undan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -