• Orðrómur

PLAY gefur 1.000 flugmiða

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nýja flugfélagið PLAY ætlar að gefa 1.000 flugmiða.

 

Forsvarsmenn nýja flugfélagsins PLAY kynntu áform sín á blaðamannafundi í Perlunni í dag. Þar kom meðal annars fram að flugfélagið PLAY ætli að byrja á að gefa 1.000 flugmiða á vefsíðu sinni.

„Hvorki meira né minna,“ sagði forstjóri PLAY, Arnar Már Magnússon, á fundinum þegar hann greindi frá þessu.

Hægt er að skrá sig til leiks á vef PLAY og komast þannig í pottinn.  „Drífðu þig fremst í röðina! til að fá upplýsingar um hvenær sala hefst. Á síðunni okkar verða 1.000 frímiðar í boði, þú finnur þá í bókunarferlinu,“ segir á vefnum um gjafaleikinn.

Miðasala á vef PLAY hefst síðar í þessum mánuði.

Sjá einnig: WAB verður Play

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -