Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Pussy Riot fá íslenskan ríkisborgararétt: „Áttaði mig á að ég gæti ekki verið lengur í Rússlandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðsmenn gjörninga-og aðgerðarhópsins Pussy Riot, eru meðal þeirra átján sem allsherjar-og menntamálanefnd vill að fái íslenskan ríkisborgararétt, en þetta kom fram á RÚV.

Kemur fram að á listanum eru alls fimm frá Rússlandi. Ansi miklar líkur eru á því að veitingin verði samþykkt, en slíkar tillögur eru næstum án undantekninga samþykktar á Alþingi.

Á listanum er að finna Mariiu Alekhina og Lucy Schtein, sem eru liðskonur gjörningahópsins og baráttuhópsins Pussy Riot.

„Ég áttaði mig á því að ég gæti ekki verið lengur í Rússlandi,“ sagði Shtein í samtali við breska blaðið Guardian. Hún klæddi sig upp sem sendill og náði að komast til Litháens. Rússnesk yfirvöld höfðu gert henni að vera með ökklaband og bönnuðu henni að yfirgefa íbúð sína nema á ákveðnum tímum dagsins. Myndlist „Hættið að fjár­magna hryðju­verka­menn“ Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir einhug hafa verið meðal nefndarmanna að veita liðskonum Pussy Riot íslenskan ríkisborgararétt. Vel sé hægt að líta á þá ákvörðun sem pólitíska yfirlýsingu enda hafi sveitin mótmælt innrás Rússa í Úkraínu harðlega. „Það hefur verið vilji hjá íslenskum stjórnvöldum að gagnrýna framgöngu Rússa.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -