Miðvikudagur 29. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Ráðist á tvo nemendur Austurbæjarskóla með barefli – Annar þeirra fluttur á bráðamóttökuna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í gær var ráðist á tvo nemendur í efstu deild Austurbæjarskóla með barefli. Var annar þeirra fluttur á bráðamóttöku en hinn á heilsugæslustöð.

Vísir sagði fyrst frá málinu. Þar kemur fram að skólastjórnendur segi að meintur gerandi sé nemandi í skólanum en annar einstaklingur hafi verið með honum í för en að hann sé ótengdur skólanum. Var lögregla og sjúkrabíll kallaður á staðinn og stendur rannsókn lögreglu yfir á málinu.

Sagt var frá árásinni í tölvupósti skólastjóra Austurbæjarskóla, Kristínar Jóhannesdóttur, til foreldra. Kemur þar fram að málið hafi verið tilkynnt til Barnaverndar. Þá segir ennfremur í póstinum að öryggismyndavélar skólans hafi náð hluta atvikisins en árásin var gerð fyrir framan matsal skólans.

Í tölvupóstinum segir að þeir nemendum í 8. til 10. bekk sem og starfsfólki sem urðu vitni að árásinni sé mjög brugðið. Í boði sé áfallahjálp frá fagaðila en einnig geta þau leitað til námsráðgjafa.

Ekki náðist í Kristínu við vinnslu fréttarinnar þar sem hún var á fundi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -