Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Reynir tekur á móti grátandi fólki: „Því það vantar bara peninginn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Reynir Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vöku, segist oft hafa orðið vitni af mannlegum harmleiki síðan hann tók til starfa fyrir fimm mánuðum. Hann segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé algengt að fólk komi með bíla sína einungis til þess að öngla saman smá pening.

Af lýsingu Reynis að dæma fá er fátækt að aukast. „Það hefur færst í aukana síðustu vikur að fólk er að koma með bílinn til úrvinnslu því það vantar bara peninginn. Ég hef tekið á móti grátandi fólki,“ segir Reynir. Viðkomandi fær þó ekki mikið, því skilagjaldið er 20 þúsund krónur.

Reynir segist enn fremur sjá margt misjafnt í starfinu. Hann bendir á bíl og segir: „Þessi er sóttur að beiðni Reykjavíkurborgar, hann fannst á víðavangi. Það eru mörg dæmi um að fólk eða fyrirtæki skilji bílana sína eftir hér fyrir utan án þess að láta okkur vita. Það eru líka dæmi um að verktakar hafi fyllt sendiferðabíla af rusli, taki verksmiðjunúmerið af og skilji þá eftir fyrir sveitafélögin að hreinsa á sinn kostnað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -