Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.4 C
Reykjavik

Rjúkandi reiði hjá Vantrú: „Afsakið orðbragðið; en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Félags- og vinnumarkaðsráðherra, VG-maðurinn Guðmundur Ingi Guðbrandsson, veitti Þjóðkirkjunni styrk sem er upp á tíu milljónir króna, og er til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á ýmsa þjónustu; til dæmis stuðning og ráðgjöf.

Óhætt er að segja að þessi styrkveiting hafi fallið í afar grýttan jarðveg hjá Vantrú, samtökum trúleysingja. Samtökin sendu frá sér harðorða yfirlýsingu:

„Afsakið orðbragðið; en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega? Árið 2022 er hið opinbera að semja við trúfélag um að það sjái um áfallahjálp fyrir aðstandendur fanga! WTF.“

Matthías Ásgeirsson formaður Vantrúar

Og nefna að „í fyrsta lagi, þeir aðstandendur fanga sem nú þegar eru í Þjóðkirkjunni eiga auðvitað að geta leitað til hennar eftir stuðningi og áfallahjálp. Þannig réttlætir hún meðal annars tilvist sína, sóknargjöldin og annar fjárhagslegan stuðning frá skattgreiðendum.“

Í lok færslunnar er nefnt að „þeir landsmenn sem eru í öðrum trúfélögum hljóta að geta sótt stuðning þangað. Eftir stendur að hið opinbera á að styðja fólk ÓHÁÐ trúarskoðunum og trúfélagsaðild. Nógu miklu fé er veitt til ríkiskirkjunnar, þó svona bætist ekki við.“

Haft er eftir Guðmundi Inga á síðu stjórnarráðsins að það sé ánægjuefni að hafa undirritað samning við Þjóðkirkjuna um þetta verkefni:

- Auglýsing -

„Það getur verið gríðarlegt áfall þegar einstaklingur er handtekinn, jafnvel inni á heimili sínu, að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja aðstandendur og vita oft ekki hvernig þeir geta unnið úr áfallinu. Ég ber miklar væntingar til þessa tilraunaverkefnis og hlakka til að fylgjast með því.“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -