Íslenska karlalandsliđiđ í handbolta sigraði Portúgal í milliriðlakeppni EM í sænsku borginni Malmö í dag, međ þriggja marka mun, 28-25.
Munurinn var tvö mörk í hálfleik en á upphafsmínútum seinni hálfleiks komust Portúgalir yfir í fyrsta sinn í leiknum. Íslenska liđiđ náđi svo aftur yfirhöndinni og valtađi yfir liđ Portúgala á lokamínútunum.
Eins og kunnugt er tapaði Ísland síðustu tveimur leikjum gegn Ungverjalandi og Slóveníu og því óhætt ađ segja ađ sigurinn í dag hafi verid kærkominn. Er þetta fyrsti sigur Íslands í milliriðlinum og er Ísland því með tvö stig.
Næst mætir Ísland liđi Noregs á þriđjudag.