Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Samfylkingin með beinagrindur í skápnum – Þingkona áreitti karl og Helgi slapp

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í gær greindi Vísir frá því að mikil ólga væri innan Samfylkingarinnar og vísaði í orð Steinunnar Ýrar Einarsdóttur, formanns kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, sem sagði á spjallvettvangi Samfylkingarinnar að kvenfyrirlitning grasseraði innan flokksins.

Í framhaldi af því þá skutu tveir Íslendingar sem eru áberandi á Facebook fast á mál sem hafa ekki enn verið gerð upp. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona gefur í skyn að núverandi varaformaður flokksins hafi þaggað niður eitt alvarlegasta málið í seinni tíð. Steinunn skrifar á Facebook:

„Nafna mín Steinunn Ýr rifjar upp þetta gamla mál um Helga Hjörvar sem dæmi um grasserandi kvenfyrirlitningu innan Samfylkingarinnar. Nú er mér vitanlega Helgi Hjörvar hættur í pólitík. Eftir 2012 þegar umrætt nuddatvik í Helsinki átti sér stað var formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar Heiða Björg. Hvers vegna var málið þaggað niður svo lengi?“

Nokkrar konur ásökuðu Helga Hjörvar, fyrrverandi Alþingismann, um alvarlega kynferðislega áreitni á meðan Helgi var þingmaður Samfylkingarinnar en það rataði ekki í fjölmiðla fyrr en árið 2018 þegar hann var dottinn af þingi.

Annar bendir á eldra mál sem ekki hafi haft neinar afleiðingar, mál Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, sem enn er á þingi í Norðausturkjördæmi. Einar Steingrimsson, prófessor í stærðfræði, bendir á mál hennar. Hún var sökuð um kynferðislega áreitni af þingmanni Miðflokksins, Bergþór Ólason, á Klausturupptökunum en heimildir herma að þá lýsingu þekki fleiri á eigin skinni. Hún sagði frásögn hans lygi

Einar segir það einfaldlega tvískinnung að horfa framhjá því einungis vegna kyns hennar. Hann deilir frétt Vísis um orð Steinunnar og skrifar: „Ef Steinunn þessi stendur alltaf með þolendum, skyldi hún hafa krafist þess að þingkona Samfó sem var ásökuð um kynferðislega áreitni yrði gerð útlæg?: „Mér er ljóst að við breytum ekki fortíðinni en stöndum frammi fyrir því að geta nú tekið afstöðu með þolendum.““

- Auglýsing -

Hann tekur svo málið saman og segir að það hefði afleiðingar væri kynjunum snúið við: „Bergþór Ólason sagði að Albertína hefði hegðað sér þannig gagnvart honum að augljóst er að það hefði verið talin kynferðisleg áreitni, síst skárri en sú sem Ágúst Ólafur gerði sig sekan um, ef kynjahlutverkunum hefði verið snúið við,“ skrifar Einar.

„Best að taka fram að mér finnst klikkað hvernig ágengni af þessu tagi er stundum blásin upp eins og stórglæpir, en tvískinnungurinn er ótrúlegur hvað þetta varðar; það var ráðist á Bergþór fyrir að hafa sagt þetta, þótt hann hafi ekki verið að gera það opinberlega. Það heitir drusluskömmun ef kona á í hlut, en annað gildir víst um karla. Það á alltaf að trúa þolendum og standa með þeim. Nema þeir séu karlar og gerandinn kona …“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -