Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Sauð upp úr í Vesturbænum og löggan skipti sér af: „Kræst.. þetta er ekki eðlilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar Vesturbæjarins í Reykjavík rífast nú um bílastæði í hverfinu og slælegan frágang bifreiða sem hamla gangandi umferð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur blandað sér í umræðuna og hvetur íbúa til að virða lög.

Það er Hrönn nokkur sem stofnar til umræðunnar inni í umræðuhópi hverfisbúa á Facebook. Ástæðan er áskorun lögreglunnar til íbúar Vesturbæjar. „Ómæ.. löggan bara farin að skamma ykkur á internetinu kæru nágrannar! Tími til kominn að fara að leggja almennilega í hverfinu eða hvað…Kræst. Þetta er ekki eðlilegt, hef svo oft séð börn í vandræðum með að komast leiðar sinnar á gangstéttunum á leið í skólann. Alveg glatað…,“ segir Hrönn.

Lögreglan sendi frá sér tilkynningu þar sem hún biðlar til ökumanna hverfisins að hætta hinu mikla ábyrðar- og tillitsleysi sem þeir hafa sýnt fram til þessa. „Þegar gengið var um Framnesveg við Vesturbæjarskóla í gær, þar sem ungir nemendur voru að hefja sinn fyrsta skóladag eftir hátíðarnar, mátti sjá að sumir ökumenn höfðu lagt og skilið við bifreiðar sínar af miklu ábyrgðar- og tillitsleysi gagnvart öðrum vegfarendum og vanvirðu við umferðlög. Leggjum löglega, það er ekkert annað í boði,“ segir í tilkynningunni.

Markús nokkkur hefur þurft að glíma við bílastæðaþrjóta í hverfinu. „Það mátti litlu muna að einn sem lagði svona á horni Ránargötu og Framnesvegar ryki í mig. Hann lagði ofan á biðskylduþríhyrningunum sem málaðir eru í götuna, á móti aksturstefnu og fannst mér ekkert koma við hvernig hann legði þegar ég benti honum á að þetta væri kannski ekki alveg í lagi. Enda væri hann bara að skreppa,“ segir Markús.

Hrönn kannast vel við svona þrjóta. „Alltaf allir aðeins að skreppa. Líka snillingarnir sem leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða í leyfisleysi,“ segir Hrönn.

Ríkey bendir á að það er ekki bara bílastæðavandi í Vesturbænum. „Ég hef nokkrum sinnum hugsað samferðafólki mínu í umferðinni á Framnesvegi þegjandi þörfina. Ég fer ekki yfir 30 og iðulega er einhver sem er mikið að flýta sér, kominn inní skottið á bílnum mínum. Svo er stressið þegar að stöðvunarskyldu gatnamótunum við Vesturgötu klassískt. Ég nefnilega stöðva alveg (þetta er stöðvunar- en ekki biðskylda) og oft er ég með hjartað í buxunum að „flýtimann“ sé núna loksins að fara að keyra aftan á mig,“ segir Ríkey.

Þegar gengið var um Framnesveg við Vesturbæjarskóla í gær, þar sem ungir nemendur voru að hefja sinn fyrsta skóladag…

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Wednesday, January 6, 2021

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -