Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Segir aðgerðir Vinnuskólans í stíl við allt „bullið“ sem á sér stað í Reykjavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Vinnuskólinn er kominn langt út fyrir verksvið sitt, þetta eru börn, ekki lögráða fólk. Þetta er gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk,” sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í samtali við Vísi.

 

Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskólans aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum. „Þessir krakkar eru ráðnir til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að halda borginni hreinni. Ég er mjög hlynnt vinnuskólanum,” sagði Vigdís og bætti við; „Ég vildi óska þess að hann gæti staðið yfir lengur, það er að segja allt sumarið til þess að kenna krökkunum að vinna og halda borginni hreinni, en ég fordæmi þetta, það er bara svar mitt.“

Vigdís sagði skólaverkföllin frá því í febrúar, þar sem börn á vinnuskólaaldri mótmæltu alla föstudaga til skólaslita, vera sjálfsprottin. „Það er á engan hátt hægt að tengja þessi tvö mál. Þetta er í stíl við allt í borginni, það er farið fram úr á öllum stöðum, manni er hætt að koma á óvart bullið sem á sér stað hérna í Reykjavíkurborg og stjórn hennar. Þetta er bara ein birtingarmynd þess, og þessi skólaverkföll koma þessu ekkert við.“

Um 40-50 af 2.250 nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur tóku þátt í mótmælunum. Þeir heimsóttu umhverfisráð borgarinnar og lærðu um eigin aðgerðargetu. Þá bjuggu þau til mótmælaskilti og spiluðu leiki tengda umhverfismálum og lýðræði.

Vígdís telur þetta mál vera alveg á mörkunum að vera löglegt. „Ég ætla að fá upplýsingar um það af hverju ólögráða börn sem eru ráðin til vinnuskólans til þess að hjálpa til við að fegra borgina eru sett niður í Borgartún að búa til mótmælaspjöld og fara í kröfugöngu að beiðni borgarinnar.” Málið verður tekið fyrir í borgarráðinu á morgun. Skólastjóri vinnuskólans verður boðaður á fund ásamt formanni umhverfisráðs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -