Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sex fórust með Suðurlandinu á jólanótt – Reyndu að bjarga lífinu á sundi í sparifötunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á jólanótt árið 1986 sökk íslenska flutningaskipið M/S Suðurland um 300 sjómílur austan af Langanesi, miðja vegu milli Íslands og Noregs. Skiptið var á leið til Murmansk í Rússlandi, fyllt saltsíld og voru ellefu skipverjar um borð. Áhöfnin var uppáklædd og í hátíðarskapi í tilefni jólahátíðarinnar. Það gerist síðan rétt fyrir klukkan hálftólf á aðfangadagskvöld að skipið sendi frá sér neyðartilkynningu og reyndist það hafa fengið á sig alvarlega slagsíðu og orðið fyrir miklu höggi.

Halli var kominn á skipið og flæddi sjór stjórnlaust inn. Hálftíma síðar sendir skipstjóri frá sér tilkynningu að að skipið sé að sökkva og það hratt.

Syntu í sparifötunum

Tveimur gúmmíbjörgunarbátum var þegar varpað í sjóinn en hvarf annar strax út í vetrarnóttina. Hinn fékk á sig nokkur göt en hélst þó á floti, hálffullur af sjó. Þar sem áhöfnin var spariklædd var hún illa búinn til að flýja hið sökkvandi skip. Tíu skipverjar reyndu að synda yfir að björgunarbátnum en síðast sást til skipstjórans þegar brotsjór reið yfir skipið en komust átta áhafnarmeðlimir í björgunarbátinn.

Þar höfðust þeir við við illan leik í leknum og rifnum björgunarbátnum í ellefu klukkustundir. Þrír þeirra létust á meðan bið eftir björgun stóð.

„Báturinn var í slæmu standi. Við urðum því að standa uppréttir í bátnum, sem er ekki það auðveldasta við þessar kringumstæður, stórsjór og ágjöf. En þeir sem settust stóðu ekki upp aftur,“ var haft eftir Jóni Snæbjörnssyni, fyrsta stýrimanni, í forsíðufrétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 28. desember 1986. „Þetta var vissulega hrikaleg staða en við trúðum því alltaf að björgun myndi berast., Við vorum alltaf að tala saman,“ sagði Jón.

- Auglýsing -

Jón sagði að reglulagi hafi farið fram nafnakall í hópnum og sagði hann samstöðuna hafa haft mikið að segja. „Það var mikill léttir þegar þyrlan kom. Ég var hífður síðastur um borð en þá var ég alveg búinn að vera“.

Stóra spurningin um kafbátana

Þegar neyðarkallið barst var danska varðskipið Vædderen í Færeyjum og þótti áhöfn björgunarþyrlu varðskipsins þótti standa sig hetjulega við björgunina og voru skipstjórnarmenn á Vædderen, sæmdir orðu hins íslenska lýðveldis fyrir þrekvirki sín við björgun skipbrotsmannanna. Flogið var með skipbrotsmennina til Færeyja áður en þeir náðu í faðm ástvina sinna á Íslandi.

- Auglýsing -

Óttar Sveinsson rithöfundur og blaðamaður skráði sögu slyssins í bókinni Útkall í Atlantshafi á jólanótt. „Orsakir slyssins og þess að Suðurlandið fórst þessa nótt eru um margt óljósar. Skýrsla sjóslysanefndar gefur til kynna að frágangi á farmi skipsins hafi verið ábótavant og við það að skipið fékk á sig brotsjó hafi farmurinn brotnað og valdið þessu slysi. Aðrir vilja meina að breskir og rússneskir kafbátar hafi verið á svæðinu og valdið slysinu. Engar upplýsingar hafa fengist frá breska hernum sem varpa ljósi á hvað raunverulega gerðist,“ skráði Óttar.

Hvorki hósti né stuna

„Bresk yfirvöld hafa ekki opnað bækur sínar um kafbátaferðir á þessum slóðun og hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá rússneskum yfirvöldum varðandi þetta mál, allan þennan tíma,“ sagði Óttar í samtali við Vísi árið 2015.

Nokkrar kenningar hafa komið fram í gegnum tíðina um hvað hafi valdið því að Suðurlandið sökk. Stefáni Karli Stefánssyni sáluga, stórleikara, var slysið löngum í huga en faðir  hans Stefán Björgvinsson, vann að lestun Suðurlands áður en skipið lagði í hinstu ferð sína, á aðfangadag jóla árið 1986.

„Það skiptir okkur öll miklu máli að sannleikurinn komi loks í ljós, bæði fyrir þá sem komust lífs af og einnig aðstandendur þeirra sem komu að slysinu á einn eða annan hátt, sem hafa ekki enn fengið að vita hvað nákvæmlega gerðist,“ sagði Stefán Karl í viðtalið við Vísi árið 2015.

„Ég vil ekki búa til einhverjar vonir um að gögn fáist frá breska flotanum. Við vitum hins vegar að kafbátur breska flotans var þarna undir Suðurlandinu umrætt kvöld. Ef við fáum úr því skorið að Bretar hafi verið þarna og ekkert aðhafst til að bjarga sjómönnum úr ísköldu Atlantshafinu er það nægilegt tilefni til alvarlegrar milliríkjadeilu,“ sagði Stefán Karl.

„Við ræddum þetta mál síðast aðeins örfáum dögum áður en hann lést árið 2012. Þetta tók mjög á hann og ég man mætavel eftir jólunum 1986 þegar hann brotnaði saman á stofugólfinu heima.“

Áfallið var mikið

Júlíus Víðir Guðnason var 23 ára gamall þegar Suðurlandið fórst. Hann var þá á öðru ári í Stýrimannaskólanum og fór sem háseti í þessa örlagaríku ferð til að afla sér peninga í jólafríinu. Hann segir þennan atburð leggjast þyngra á sig með hverju árinu sem líður.

„Áfallið var mikið fyrst en það hvíldi ekki eins mikið á mér þá. Svo fór maður að vinna úr þessu og svo fóru að koma þessar fréttir um kafbátaferðir á þessum slóðum þar sem skipið sökk,“ segir Júlíus Víðir. „Þá var reynt að fá þessar upplýsingar en þær fengust ekki. Sú rannsókn sem fór fram á tildrögum slyssins gerði aldrei ráð fyrir þeim möguleika að við hefðum kannski lent í árekstri við erlendan kafbát.“

Júlíus segir að þó svo að það yrði reiðarslag að fá þær fréttir að slysið hafi orðið út af tilgangslausu hernaðarbrölti stórþjóða þá yrði vitneskjan um það hvað raunverulega gerðist ákveðinn léttir.

„Það væri betra en að lifa við það að vita ekki hvað gerðist í raun og veru“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -